Skírnir - 01.01.1976, Page 12
SKÍRNIR
10 ÓLAFUR JÓNSSON
óánægju lesenda með hin fyrri tímarit félagsins og þverrandi
vinsældum þess af þeim sökum. Engu að síður er kjarninn í
stefnuskrá nýja ritsins sama efnis sem áður. En henni er lýst í
nefndaráliti um breytingu á Skírni og Tímariti Bókmenntafé-
lagsins, sem Guðmundur Björnsson landlæknir mun hafa samið,
og birtist sem einskonar eftirmáli Tímaritsins í síðasta árgangi
þess, 1904:
Gott alþýðurit þarf að vorri hyggju að vera margbreytt að efni, en rit-
gerðirnar yfirleitt stuttar. Það má ekki að neinu leyti gefa sig að stjórnmála-
baráttu — ekki vera pólitiskt. Það ætti að flytja ljóst samdar ritgerðir um
framfaramál þjóðarinnar, einkum þau, er lúta að endurbótum á menntun
hennar og atvinnuvegum, og seilast eftir áliti þeirra manna er mesta og
besta hafa þekkinguna í hverri grein. Það ætti ekki að þurfa að flytja itar-
legar almennar fréttir, hvorki innlendar né útlendar — það gera nú dag-
blöðin — en hins vegar ætti það að flytja alþýðu manna fréttir af verklegum
framförum annarra þjóða, breytingum á siðmenning þeirra, lífskjörum og
lífsskoðunum. Þá ætti það og að flytja fregnir um merkar vísindanýjungar,
þær er á einhvern hátt miða að því að létta mönnum baráttuna fyrir lífinu
eða víkka sjónarsvið mannlegs anda. í þessu riti ættu alþýðumenn að fá
fregnir um merkustu bækur er út koma innanlands og utan. í því ætti
einnig við og við að færa almenningi gullkorn úr nútíðarskáldskap og önnur
þau ritsmíði, er glæða megi fegurðartilfinningu manna.
En stórhug manna við stofnun nýja Skírnis má ráða af því
að gert var ráð fyrir að prenta ritið í 1440 eintaka upplagi og
fjölga kaupendum um svo sem lielming frá kaupendatölu Tíma-
ritsins. Að sögn Árna Pálssonar í grein á tíræðisafmæli Skírnis
tókst þessi fyrirætlun allvel. Vinsældir Bókmenntafélagsins tóku
brátt að aukast á ný eftir tilkomu nýja Skírnis og á næstu árum
tvöfaldaðist félagatala þess, var orðin 1170 á 100 ára afmæli fé-
lagsins, 1916, en um það bil 1700 árið 1926. Til samanburðar er
þess að geta að prentað upplag Skírnis er nú 2500 eintök en fé-
lagsmenn í Bókmenntafélaginu teljast 1850, og hafa að vísu
aldrei verið fleiri í félaginu.
í grein sinni í Skírni 1926 lýsir Árni Pálsson gildi Bókmennta-
félagsins fyrir íslenskt mennta- og menningarlíf, en hvað mestan
þátt í vinsældum og áhrifum félagsins telur hann Skírni hafa átt.
Hér kemur enn fram hinn sami skilningur á hlutverki félagsins
og ritsins sem fyrri menn áður lýstu: