Skírnir - 01.01.1976, Page 13
SKÍRNIR
150 ÁR
11
I’að er að líkindum eilt hið merkilegasta atriði í sögu íslendinga síðan
ritöld hinni fornu lauk, að íslensk alþýða helur ásamt embættismönnum
sínum haldið uppi um rúma öld fræðifélagi sem alltaf hefur haft vísinda-
leg verkefni með höndum öðrum þræði. Rask sá þá vá fyrir dyrum, að ís-
lenska þjóðin tvískiptist í útlenda yfirstétt og innlendan skríl. Nú er þeirn
háska afstýrt, væntanlega til fulls. Þó að vér förum margs á mis, erum vér
lausir við það mikla mein nálega allra menntaþjóða, að menning þeirra
er yfirstétta-menning sem veitist afarörðugt að festa rætur meðal almúgans.
Hér á landi hefur alþýðan jafnan átt drjúgan þátt í hinu andlega menn-
ingarstarfi, bæði beinlínis og óbeinlínis, en þó aldrei í svo ríkum mæli sem
á síðastliðnum hundrað árum. Starfsemi Bókmenntafélagsins er ólyginn
vottur um það.
Skírni var frá upphafi ætlað það hlutverk að fullnægja andlegum þörfum
og vekja menntafýsn íslenskrar alþýðu. Hann mun og aldrei missa sjónar
á þvx takmarki. Erindi hans til þjóðarinnar er nú nokkuð annað en það
áður var. Nú er hann orðinn „eins konar magasín" svo sem Grímur Thomsen
vildi vera láta. En þó að meiri hluti lesenda Skxrnis séu óbreyttir alþýðu-
menn, þá mun það jafnan verða metnaðarmál Bókmenntafélagsins að gera
hann svo úr garði að hann geti nokkurn veginn staðið á sporði þeim út-
lendum tímaritum sem ætluð eru velmenntuðum, skólagengnum mönnurn
á meðal hinna æðri stétta.
Af þessu yfirliti má væntanlega ráða menningarstefnu sem
lengi síðan gætti í tímaritagerð og vera má að rnenn hafi enn
í huga þegar litið er um öxl til „gömlu tímaritanna" og blóma-
skeiðs þeirra. Ráð er fyrir því gert að efnisval og meðferð efn-
isins sé við hæfi almennra lesenda, leikra sem lærðra. En jafn-
framt er gengið út frá því að lesendur liafi af sjálfsdáðum áhuga
á fræðum og vísindum, sögu og menningarsögu þjóðarinnar
engu síður en framfaramálum hennar í nútíð og því sem fram
vindur á rneðal annarra þjóða í verklegum og menningarlegum
efnum, auk nýrra bókmennta og samtíma-skáldskapar. Vandi vel
rekins tímarits eftir þessari stefnu er vitaskuld að svara sem
flestum þessum margbreyttu þörfum með fullnægjandi hætti.
Enda þykja ekki aðrir duga til að semja slík rit en þeir sem
mesta og besta ltafa þekkinguna í hverri grein, en sjálf eiga
ritin að jafnast á við það sem best gerist á meðal annarra þjóða.
Þyki mönnum sem í seinni tíð hafi tímaritum förlast frá því
sem áður var, kann það að stafa af því að þau hafi slegið af kröf-
unum til sjálfra sín og minni orku, fé og metnaði sé til þeirra
kostað en áður var. En líka má vera að með breyttum þjóðfé-