Skírnir - 01.01.1976, Page 14
12 ÓLAFUR JÓNSSON SKÍRNIR
lagsháttum sé hið forna verksvið þeirra þrotið og fyrri stefnu-
mið ekki lengur raunliæf.
Uppgangur tímarita almenns efnis, þar á meðal rita sem fjalla
vildu urn fræði og vísindi, bókmenntir, listir og menningarmál
við hæfi almennra lesenda, má kannski segja að hefjist um alda-
mót, með tilkomu nýja Skírnis 1905, en þá var Eimreiðin fyrir
og Andvari sem var framan af ævi sinni fjölbreyttara rit að efni,
alþýðlegra og útbreiddara en síðar varð. Nokkru síðar bættist
Iðunn í hópinn (1915—1937), efnismikið og vandað tímarit sem
brátt ætlaði sér meiri hlutdeild í umræðu- og deilumálum líð-
andi stundar en tíðkanlegt var í öðrum tímaritum og vai'ð loks
einskonar málgagn hinna róttækustu menntamanna í félagsleg-
um og pólitískum og listrænum efnum. Við því hlutverki tóku
síðar Rauðir pennar (1935—38) og Tímarit Máls og menningar
í framhaldi þeirra, frá 1940, undir forustu Kristins E. Andrés-
sonar.
Vel að merkja lagði ekkert hinna eldri rita alfarið stund á bók-
menntir eða listir sem aðalefni, eins og tam. Verðandi gerði
(1882) og frægt varð, fyrsta eindregna bókmennta-tímarit á ís-
lensku. Annars komu slík rit ekki til fyrr en síðar og urðu þá ýms
skammlíf. En ástundun bókmenntanna var sem sjálfsagður þátt-
ur í menningarpólitík gömlu tímaritanna og bókmenntalegt efni
átti líka einatt verulegan þátt í vinsældum og útbreiðslu þeirra.
Með þessum fyrirvara má etv. segja að blómaskeið tímarita um
bókmenntir og bókmennta í tímaritum hafi verið á árunum milli
stríða eða litlu lengur þegar út komu samtímis tímarit eins og
Skírnir, Eimreiðin, Iðunn, en síðan bættust við Tímarit Máls
og menningar og Helgafell. Önnur eftirtektarverð rit hófust á
þessum tíma þótt þeim entist skemur aldur, merkast þeirra
kannski Vaka (1927—1929) vegna þess einvalaliðs menntamanna
sem að ritinu stóð og þjóðræknislegrar menningarstefnu sem
þar var reynt að koma orðum að. Það skrýtna er að náskyld
þjóðræknisstefna í menningarmálum þróaðist síðan í ritum
liinna róttækustu vinstrimanna, Rauðum pennum og Tímariti
Máls og menningar, sem um og eftir stríðsárin varð um leið
vettvangur róttækustu nýjunga í ljóðagerð þeirra tíma. Og fleiri
markverð rit stóðu um sinn með blóma: Dvöl (1934—1949) var