Skírnir - 01.01.1976, Page 16
14 ÓLAFUR JÓNSSON SKÍRNIR
að vera sérhæfing, einbeiting að tilteknum afmörkuðum við-
fangsefnum sem vel rekin tímarit geta rækt með allt öðrum
hætti en unnt er í ys og þys dægurmiðlanna.
Eins og fyrr var rakið er það fjarska margt sem hér kemur út
af blöðum og tímaritum og hefur sá þáttur útgáfustarfsemi
raunar vaxið jafnt og þétt fram á þennan dag. Að vísu er þessi
útgáfa meiri í orði en á borði. Af 109 „blöðum almenns efnis“
árið 1974 komu þannig 91 út sjaldnar en vikulega, en 18 viku-
lega eða oftar. Hvað má blað eiginlega koma sjaldan út til að
það geti kallast „blað“? Engu að síður hefur mörgum vaxið í
augum að 6 dagblöð skuli þrífast hlið við hlið í landinu. Og
ljóst er að með hinu háa hlutfalli margskonar greinaefnis um
þjóðmál og menningarmál sem í blöðunum birtist, fyrir utan
daglega umræðu þeirra um stjórnmál, auk vikulegra lesbóka og
annarra blaðauka, seilast þau langt inn á verksvið hinna fyrri
tímarita. Saga fjölmiðlunar í landinu, blaðanna og útvarpsins
er sorglega afrækt ekki síður en önnur þróunarsaga daglegrar
menningarstarfsemi. En ef að væri hugað kæmi væntanlega brátt
á daginn að starfskjör bæði bókaútgáfu og tímarita hafa á und-
anförnum árum mótast mjög af samkeppninni við nútímalegri
fjölmiðlun. Og það kynni að sýna sig að máttinn hefði dregið
úr hinum fyrri tímaritum í nákvæmlega réttu hlutfalli við við-
gang blaðanna og útvarpsins.
Árið 1974 komu út hér á landi alls 308 tímarit að tali Lands-
bókasafns, 30 komu út mánaðarlega eða oftar, 69 2—6 sinnum á
ári, 88 árlega, en 121 komu út „óreglulega". Nú má spyrja eins
og áður: hvað má eiginlega vera mikil óregla á útkomu rits til
að það geti með sanni talist tímarit? En ljóst er í öllu falli að
hin háa útgáfutala segir ein sér ósköp lítið um viðgang og stöðu
tímaritagerðar, og svipað hygg ég að yrði uppi á teningi ef
hugað væri að skiptingu ritanna eftir efnisflokkum. Og fjarska
margt af tímaritum, eins og að sínu leyti blöðunum, er með
ýmsum hætti stað- eða félagsbundið og kemur aldrei á almenn-
an markað. En að öllum slíkum ritum frátöldum, og þótt mörg
rit séu lítil og vanmáttug, hygg ég samt að sýni sig ef að er gáð,
að æðimikill tímaritakostur sé til í landinu sem ætlaður er á
almennan markað og gæti að minnsta kosti komið að góðum