Skírnir - 01.01.1976, Síða 17
SKIRNIR
150 ÁR
15
notum, ef kraftar þeirra nýttust. En þótt rætt sé um margvís-
leg vandamál og erfiðleika í bókaútgáfu og leitað ráða við þeim,
og hin pólitíska blaðaútgáfa í landinu njóti sívaxandi opin-
berra framfærslustyrkja, kemur hitt aldrei fyrir að fjallað sé
á viðlíka hátt um rekstrarvanda og starfskjör tímarita, eða við-
gangur þeirra sé talinn menningarleg nauðsyn á sama hátt og
bóka- og blaðaútgáfan.
Með breyttum þjóðfélagsháttum breytist að sjálfsögðu hlut-
verk og verksvið tímarita, og vafalaust eiga þau rit mesta og
besta lífsvon sem megna að semja sig að nýjum og breyttum
þörfum. Nú á dögum standa ýms opinber eða hálf-opinber fyr-
irtæki eða fjölmenn félagasamtök að myndarlegum tímaritum,
og fleiri gætu vafalaust gert það. Dæmi um vel rekið, efnismikið
og myndarlegt tímarit af slíku tagi er Sveitarstjórnarmál sem
samtök sveitarfélaga gefa út. Samtök skólamanna standa að út-
gáfu Menntamála, tímarits um uppeldis- og skólamál. Félags-
útgáfa af slíku tagi hefur augljóslega marga kosti: félagsáskriftin
tryggir tímaritunum víðtæka útbreiðslu, útgáfan er kostuð af
félagsgjöldum sem á að geta tryggt útgáfu þeirra óhultan fjár-
hagsgrundvöll, ef rétt er reiknað, og vegna útbreiðslu ritanna
og sérhæfingar efnisins ættu slík rit að geta átt innangengt á
arðvænlegan auglýsingamarkað, ef eftir því væri leitað. Efnis-
lega hljóta slík rit að vera samin að þörfum sinna stofnana og
félaga og félags- eða viðskiptamanna þeirra. En sé vel að verki
staðið getur vitaskuld margt af slíku efni átt erindi út fyrir sinn
félagshóp, við aðra áhugasama lesendur.
Þau rit sem gefa sig að bókmenntum, listum og öðrum menn-
ingarmálum búa fæst að slíkum starfskjörum. Þó hafa þau tíma-
rit um bókmenntir sem helst hefur kveðið að undanfarið öll
verið gefin út af bókafélögum og einatt seld í félagsáskrift,
Tímarit Máls og menningar, Andvari, Félagsbréf AB meðan því
entist aldur. Og eftirtektarverðasta nýmæli í tímaritagerð á sviði
menningarmála, útgáfa Samvinnunnar á ritstjórnartíð Sigurðar
A. Magnússonar (1967—74) fól einmitt í sér sérhæfingu, einbeit-
ingu að tilteknum afmörkuðum viðfangsefnum. Hið íslenska
bókmenntafélag var á öldinni sem leið eitthvert atkvæðamesta
forlag í landinu, tilgangur þess að veita bóklítilli en fróðleiks-