Skírnir - 01.01.1976, Qupperneq 20
18
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDÓTTIR
SKÍRNIR
mánaðarlega; sum ætluð almenningi til fróðleiks og skemmtunar,
önnur helguð ákveðnum menntagreinum og þá sniðin handa
tilteknum hópi lesenda; enn önnur málgögn í stjórnmálum,
bókmenntum o. s. frv. Efni tímarita er oftast eftir marga höf-
unda, þó þekkist, að þau séu samin af aðeins einum manni“.
Hér er fylgt þeirri skilgreiningu að telja til tímarita einungis
þau rit, sem ekki koma tíðar út en hálfsmánaðarlega og flytja
fjölþætt efni. Þannig falla utan ramma skrárinnar vikurit og
vikuútgáfur dagblaða, svo og ritraðir, sem flytja einþætt efni
(mónógrafíur) svo sem Studia Islandica, Islandica og fleiri slík
rit. Önnur rit, sem ekki eru tekin með í skrána eru:
a. barna- og unglingablöð
b. skólablöð (nema frá Háskóla íslands)
c. rit ungmennahreyfinga (íþróttafélög, skátafélög, stúkur)
d. afmælisrit
e. trúmálarit (nema þau fjalli einnig um veraldlegar bók-
menntir)
f. erlend rit, þar sem bókmenntaþáttur íslands rniðast eink-
um við fornritarannsóknir s. s. Mediaeval Scandinavia,
Scandinavian Studies og fleiri slík rit.
Ein er sú tegund rita, sem ástæða er til að benda sérstaklega á.
Mætti e. t. v. nefna þau einu nafni „héraðsrit". Hér er um að
ræða rit, sem gefin eru út í hinum ýmsu byggðarlögum, og flytja
mikinn fróðleik um sögu liéraðsins og íbúa þess. Töluvert birtist
af kveðskap í þessum ritum, mestmegnis tækifærisljóð eftir íbú-
ana, en stöku sinnum birtist þar skáldskapur eftir viðurkennda
höfunda, sem eiga ættir að rekja til héraðsins, eða hafa þar bú-
setu. Aðeins fá þessara rita hefðu verið tekin með í skrána sam-
kvæmt þeirri viðmiðun, sem höfð er við valið, en í staðinn tek-
inn sá kostur að telja þau upp hér. Þessi rit eru: Akranes, Kaup-
félagsritið KB (Borgarnesi), Breiðfirðingur, Ársrit Sögufélags Is-
firðinga, Húnvetningur, Húnavaka, Tindastóll (Skagafirði),
Skagfirðingabók, Súlur (Akureyri), Árbók Þingeyinga, Gerpir
(Austfjörðum), Múlaþing, Goðasteinn (Skógum u/Eyjafjöllum),
Blik (Vestmannaeyjum), Hreppamaður.