Skírnir - 01.01.1976, Síða 21
SKÍRNIR
TÍMARIT UM BÓKMENNTIR
19
Nauðsynlegt reyndist að skipta skránni í tvo liluta, til þess
að greina á milli þeirra rita, sem flutt hafa mikið bókmennta-
efni að staðaldri, og hinna sem minna liafa fram að færa. Hluti
„I. Bókmenntarit“ hefur að geyma rit, sem flutt hafa mikið bók-
menntaefni að staðaldri og fjalla að auki um önnur menningar-
mál. Hluti „II. Önnur rit“ hefur að geyma tímarit með bók-
menntaefni sem víkjandi efnisþátt, svo og þau bókmenntarit,
sem varð ekki langra lífdaga auðið, og áður hefur verið getið.
Aftan við sjálfa skrána er síðan prentaður listi yfir tímaritin í
aldursröð. Ætti það að vera til liægðarauka, ef kanna skal
ákveðin tímabil, auk þess sem glögglega kemur í ljós þróunin
í tímaritaútgáfu á þessu efnissviði.
I sumum tilvikum reyndist erfitt að ákveða í hvorum hlutan-
um rit ætti heima og mun eflaust sitt sýnast hverjum í þeim efn-
um. Þó mun reyndin að líkindum sú, að í fyrri hlutanum sé að
finna þau rit, sem flestir eða allir, sem á annað borð hafa áhuga
á íslenzkum bókmenntum, þekkja, en í síðari hlutanum sé sitt-
hvað að finna, sem komi lesendum rneira á óvart.
Alls eru skráð rit hundrað og nítján talsins, þrjátíu og fjög-
ur „bókmenntarit“, áttatíu og fimm „önnur rit“.
Við gerð skrárinnar var stuðzt við tímaritakost Háskólabóka-
safns og Landsbókasafns, svo og við „Skrá um íslenzk blöð og
tímarit frá upphafi til 1966“, eftir Böðvar Kvaran og Einar Sig-
urðsson. Böðvar Kvaran, sem vinnur að gerð tímaritaskrár fyrir
Landsbókasafn, lét einnig fúslega í té umbeðnar upplýsingar.
Bókfræðileg lýsing styðst við skrá þeirra Einars og Böðvars í
aðalatriðum, en með markmið skrárinnar í liuga þótti rétt að
láta bókfræðilega nákvæmni víkja fyrir hagnýtissjónarmiðum
í stöku atriðum. Þannig eru ekki tíundaðir allir undirtitlar,
hornklofar eru felldir niður í prentsögu og upplýsingum um
ritstjóra skotið aftur fyrir bókfræðilýsingu í öllum tilvikum.
Ritstjóratal er látið fylgja öllum „bókmenntaritunum“, en
ekki þótti ástæða til þess um „önnur rit“, ef um langar upptaln-
ingar var að ræða.
Við lestur skýringargreinanna með ritunum skal hafa hugfast,
að þeim er alls ekki ætlað að vera efnistal. Upptalning greina