Skírnir - 01.01.1976, Page 23
SKÍRNIR
TÍMARIT UM BÓKMENNTIR
21
Frá upphafi hefur birzt í Andvara mikill fjöldi minningargreina
og æviágripa merkra manna, þ. á m. margra skálda og rithöf-
unda.
Efnis- og höfundaskrá 1874—1914, eftir Janus Jónsson, birtist
í Andvara 1915 og Efnis- og höfundaskrá 1915—58, eftir Þorkel
Jóhannesson, í Andvara 1958.
Árbók 1945—
Landsbókasafn íslands. L— árg. Rv. 1944— .
Aðalefni Árbókarinnar hefur jafnan verið skrá um íslenzkan
ritauka og rit, sem varða ísland. Ennfremur birtist í ritinu árs-
skýrsla um starfsemi safnsins og greinar á sviði bókfræða og bók-
mennta, fornra og nýrra. í Árbókinni hafa birzt ritskrár ein-
stakra höfunda, svo sem Halldórs Laxness, Guðmundar Finn-
bogasonar, Páls Eggerts Ólasonar o. fl., svo og skrá eftir Lárus
Sigurbjörnsson yfir íslenzk leikrit 1645—1949 (Árbók 1945, 1948—
49). Frá og með 1975 hefur komið út „íslenzk bókaskrá" yfir rit-
auka næstliðins árs og mun Árbókin því ekki lengur birta slíka
skrá.
í Árbók 1962—63 er að finna skrá eftir Finn Sigmundsson yfir
efni Árbókarinnar 1945—63.
Árbók skálda
Útg. Helgafell. 1.-4. árg. Rv. 1954-56, 1958.
Ritstj. Magnús Ásgeirsson (1954), Kristján Karlsson (1955—56, 1958).
Árbók skálda birti verk eftir unga höfunda. í 1. árg. voru ein-
göngu Ijóð samin á árunum 1944—54 og í 2. árg. smásögur frá
árunum 1940—55. Bæði þessi hefti fluttu bæði ný og áður birt
verk og eru e.k. sýnisbók ungra höfunda þessara ára. Árbók
1954 sýnir ljóslega hina miklu byltingu í íslenzkri Ijóðagerð, er
þá átti sér stað. Árbókin 1956 flutti bæði ljóð og sögur, allt nýtt
efni. Flest var samið á árinu og samkvæmt því var „bókinni ætlað
að veita nokkra yfirsýn um viðfangsefni hinna yngri höfunda á
stundinni". Árbók 1958 flutti eingöngu ritgerðir eftir unga rit-
höfunda, þar sem þeir fjölluðu m. a. um afstöðu sína til listar-
innar, gerðu sumir hverjir grein fyrir vinnubrögðum sínum og