Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 25
SKÍRNIR
TÍMARIT UM BÓKMENNTIR
23
listgreinar. Mikið var fjallað um myndlist, kynntir listamenn,
birtir þættir úr listasögu, dómar um sýningar og prentaðar
myndir af listaverkum. Veigamestur var þó þáttur bókmennta.
Skáldskapur og ritgerðir, ýmist frumsamið eða þýtt efni, endur-
spegla þá miklu byltingu, er varð í íslenzku bókmenntalífi á 6.
áratug þessarar aldar. Mikill fjöldi skálda og rithöfunda safn-
aðist um Birting og birti þar ljóð, sögur og leikþætti.
Efnistal 1.—10. árs 1955—64 fylgir 3.-4. h. 11. árs 1965.
Dagskrá
Tímarit um menningarmál. Útg. Samband ungra framsóknarmanna. 1.—2.
árg. Rv. 1957-58.
Ritstj. Ólafur Jónsson, Sveinn Skorri Höskuldsson.
Af tímaritinu komu út finnn myndarleg hefti, þar sem fjallað
var um ýmis menningarmál, en bókmenntir voru þó stærsti efn-
isflokkurinn. Skáldskapur, ritdómar, greinar um skáld og við-
töl við þau, s.s. við Halldór Laxness og Guðmund Böðvarsson.
Athyglisvert er, að í þrernur heftanna birtust brot úr nýjum leik-
ritum eftir þá Agnar Þórðarson, Erling Halldórsson og Jón Dan.
Greinar birtust um erlendar bókmenntir, leiklist, myndlist o. fl.
Samband ungra framsóknarmanna gaf út tímarit með sama
nafni (1944—47) en það fjallaði nær eingöngu um þjóðmál.
Dvöl
1.-15. árg. Rv. 1933/34-48.
Ritstj. Vigfús Guðmundsson (1936—39), Þórir Baldvinsson (1940—41), Jón
Helgason (1942—43), Andrés Kristjánsson (1944—48).
Dvöl kom fyrst út vikulega sem fylgirit með Nýja dagblaðinu,
en frá og með 4. árg. 1936 sem sjálfstætt tímarit. Ritið flutti
þýddar sögur, ferðasögur, fræðigreinar, ljóð og sögur íslenzkra
skálda og birti ritdóma. Meðal hinna fjölmörgu, sem birtu skáld-
skap í Dvöl, voru Guðmundur Böðvarsson, Jóhannes úr Kötlum,
Guðmundur Frímann, Heiðrekur Guðmundsson, Guðmundur
Hagalín, Kristmann Guðmundsson, Guðmundur Daníelsson,
Friðjón Stefánsson, Elías Mar, Ólafur Jóh. Sigurðsson og Geir
Kristjánsson.