Skírnir - 01.01.1976, Side 26
24
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDÓTTIR
SKÍRNIR
Eimreiðin
1,— árg. Kh. og Rv. 1895—
Ritstj. Valtýr Guðmundsson (1895—1917), Magnús Jónsson (1918—22), Sveinn
Sigurðsson (1923—1954), Guðmundur G. Hagalín (1955—58), Helgi Sæmunds-
son (1958), Indriði G. Þorsteinsson (1958), Þóroddur Guðmundsson (1959),
Ingólíur Kristjánsson (1960—71), Magnús Gunnarsson (1972— ).
Valtýr Guðmundsson stofnaði Eimreiðina í þeim tilgangi m. a.
að liafa vettvang fyrir stjórnmálagreinar sínar og þjóðmálaskrif,
enda dró ritið nafn sitt af því hitamáli, járnbrautarmálinu. Hófst
1. árg. á kvæðinu Brautin eftir Þorstein Erlingsson. í stefnuskrá
Eimreiðarinnar (1. h. 5. árg.) stendur, að hún vilji „sérstaklega
láta innlendar og útlendar bókmenntir sitja í fyrirrúmi, af því
þær eiga nokkurt erindi til allra og eru einna mest vanræktar í
öðrum tímaritum og blöðum“. í Eimreiðinni er að finna skáld-
skap og ritgerðir flestra helztu skálda, rithöfunda og fræðimanna
þjóðarinnar frá því fyrir aldamót og til vorra tíma. Mikill fjöldi
ritdóma hefur birzt í Eimreiðinni frá upphafi og mikið af
þýðingum erlendra bókmennta. Allmikið hefur verið fjallað um
málefni rithöfunda. Meðal þeirra höfunda, sem birtu sín fyrstu
ljóð í Eimreiðinni, eru Davíð Stefánsson, Guðmundur Böðvars-
son og Snorri Hjartarson. Þórbergur Þórðarson birti þar sína
fyrstu grein á prenti „Ljós úr austri“ (1919). Nokkuð var fjallað
um leiklist, tónlist og myndlist. í ritstjórnartíð Magnúsar Gunn-
arssonar (1972— ) hefur meginefni ritsins verið þjóðmálaskrif í
anda „frjálshyggju", þótt enn sem fyrr birtist þar skáldskapur.
Efnisskrá Eimreiðarinnar 1895—1945 eftir Stefán Einarsson
kom sem fylgirit með tímaritinu.
Efnisskrá Eimreiðarinnar 1945—69 eftir Stefaníu Eiríksdóttur
er birt í Eimreiðinni 1969.
Félagsbréf AB
Útg. Almenna bókafélagið. 1.—13. árg., 1.—42. hefti. Rv. 1955—66, 1971.
Ritstj. Eyjólfur Konráð Jónsson (1.—15. h.), Eiríkur Hreinn Finnbogason
(5.—31. h.), Baldvin Tryggvason (19.—42. h.), Ólafur Jónsson (32.-37. h.).
Félagsbréf AB fjölluðu nær eingöngu um bókmenntir, íslenzkar
og erlendar. Þar birtust Ijóð, sögur, ritgerðir um rithöfunda og