Skírnir - 01.01.1976, Síða 28
26
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDOTTIR
SKÍRNIR
Helgafell
Tímarit um bókmenntir og önnur menningarmál. 1.—7. árg. Rv. 1942—46,
1953-55.
Ritstj. Magnús Ásgeirsson, Tómas Guðmundsson.
Ritinu var ætlað að flytja fyrst og fremst „innlendan og erlend-
an skáldskap og fjalla um bókmenntir, listir og almenn menn-
ingarmál“, sem það og gerði. í Helgafelli birtust mörg ljóða
Steins Steinars og Tómasar Guðmundssonar og mikill fjöldi
ljóðaþýðinga Magnúsar Ásgeirssonar. Jón Helgason birti þar
tvö kvæði og sömuleiðis Snorri Hjartarson. Hlutur smásagna var
tiltölulega minni, en þó birtust þar sögur eftir Kristmann Guð-
mundsson, Guðmund Hagalín, Gunnar Gunnarsson, Guðmund
Daníelsson o. fl. Mikill fjöldi ritdóma og umsagna um bækur
birtist í Helgafelli og voru dómarnir margir hverjir langir og
ítarlegir. Mikið var af greinum um rithöfunda og bókmenntaleg
efni. Bréf til Ragnars eftir Þórberg Þórðarson fjallar um deilur
um ljóðform og Barði Guðmundsson ritaði 5 þætti um uppruna
íslenzkrar skáldmenntar. Birt voru bréf frá lesendum, sem iðu-
lega höfðu að geyma athugasemdir við ritdóma Helgafells. Marg-
ar hugleiðingar og fræðigreinar um önnur menningarmál komu
í ritinu, t. d. var mikið fjallað um myndlist og birtar myndir
af listaverkum. Helgafell 1.—7. hefti, sem kom út 1964—66, flutti
eingöngu einþætt efni. Sjá ennfremur Nýtt Helgafell.
Iðunn
Nýr flokkur. 1.-20. árg. Rv. 1915/16-37.
Ritstj. Ágúst H. Bjarnason (1,—7. árg.), Jón Olafsson (1. árg.), Einar H.
Kvaran (1.—2. árg.), Magnús Jónsson (8.—10. árg.), Árni Hallgrímsson (11.—
20. árg.).
í Iðunni birtust ljóð, sögur, landsmálagieinar, persónusaga, rit-
gerðir og fróðleikur um ýrnis efni og „ritsjá“, sem flutti ritdóma.
Auk ritsjárinnar birtust lengri greinar um einstaka bækur og
höfunda, þ. á m. ritaði Tómas Guðmundsson um Vefarann
mikla frá Kasmír og andmælti dómum um bókina, Halldór Lax-