Skírnir - 01.01.1976, Page 29
SKÍRNIR
TÍMARIT UM BÓKMENNTIR
27
ness ritaði um Kirkjuna á fjallinu eftir Gunnar Gunnarsson og
einnig um Stefán frá Hvítadal, Einar Ól. Sveinsson birti hugleið-
ingar um íslenzkar samtíðarbókmenntir (1930) og Kristinn E.
Andrésson fjallaði um Útsæ Einars Benediktssonar. Margar
greinar birtust í Iðunni eftir skáld og rithöfunda um önnur mál-
efni en bókmenntir, þ. á m. eftir Halldór Laxness (Um þrifnað
á íslandi), Þórberg Þórðarson og Sigurð Nordal. Mikið var birt
af skáldskap í Iðunni alla tíð, bæði ljóð og sögur. Meðal höf-
unda voru Einar Benediktsson, Gunnar Gunnarsson, Elalldór
Laxness, Jóhannes úr Kötlum, Davíð Stefánsson, Steinn Steinarr,
Snorri Hjartarson og Ólafur Jóhann Sigurðsson.
Sjá ennfremur Iðunn í II. Önnur rit.
Leikhúsmál
1.-9. árg. Rv. 1940/41-1949/50.
Ritstj. Haraldur Björnsson.
Blaðinu var fyrst og fremst ætlað það hlutverk „að reyna að
skapa grundvöll að aukinni fræðslu og meiri skilningi almenn-
ings á góðri leiklist í landinu og á hlutverki hennar til menn-
ingarauka fyrir hina íslenzku þjóð“. Birtir voru dómar um leik-
sýningar og útvarpsleikrit, fjallað um leikskáld og leikara og
einnig voru félagsmál leikara til umræðu. Þættir birtust urn
fyrstu leikritaskáld íslands, Sigurð Pétursson, Matthías Joch-
umsson, Indriða Einarsson, Einar H. Kvaran, Jóhann Sigurjóns-
son, Guðmund Kamban og Pál J. Árdal, ritaðir af Lárusi Sig-
urbjörnssyni.
Leikhúsmál
1. árg., 1.-5. tbl. Rv. 1963.
Ritstj. Ólafur Mixa (1.—5. tbl.), Þorleifur Hauksson (L—5. tbl.), Oddur
Björnsson (1,—5. tbl.), Pétur Ólafsson (3.-5. tbl.), Þorkell Sigurbjörnsson
(3.-5. tbl.).
Ritið kom út sem eins konar framhald af samnefndu tímariti
Llaralds Björnssonar, en með vikkuðu efnissviði þar sem einnig
var fjallað um kvikmyndir, listdans og tónlist. Auk gagnrýni um