Skírnir - 01.01.1976, Síða 30
28
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDOTTIR
skírnir
leiksýningar og útvarpsleikrit voru birtir dómar um annan bók-
menntaflutning í útvarpi. Birt voru viðtöl við leikara og leik-
skáld og fluttar innlendar og erlendar fréttir á sviði leikhús-
mála. Birtar voru þýðingar þriggja leikrita: Saga úr dýragarðin-
um eftir E. Albee í þýðingu Thors Vilhjálmssonar, Eðlisfræð-
ingarnir eftir Diirrenmatt í þýðingu Halldórs Stefánssonar og
Gísl eftir Brendan Behan í þýðingu Jónasar Árnasonar.
Líf og list
Txmarit um listir og menningarmál. 1,—4. árg. Rv. 1950—53.
Ritstj. Steingrímur Sigurðsson (1950—52), Gunnar Bergmann (1950, 1953).
í inngangi segir: „Líf og list ríður nú á vaðið meður því að það
þykist eiga við yður nokkurt erindi. Eins og sakir standa, er ekki
völ á einu einasta mánaðarriti íslenzku, sem fjallar um listir og
menningarmál framar öðru efni, þegar undan er skilið okkar
ágæta, íslenzka skopblað.“ Stærstu efnisflokkarnir í Lífi og list
voru leiklist, myndlist og bókmenntir. Dómar voru birtir um
leiksýningar, m. a. um sýningar við opnun Þjóðleikhússins, fjall-
að um myndlistarsýningar og rætt við myndlistarmenn (Ásgrím
Jónsson, Nínu Tryggvadóttur og Jón Stefánsson). Viðtöl voru
við skáld og bókmenntafræðinga (Stein Steinar, Tómas Guð-
mundsson, Halldór Laxness, Sigurð Nordal og Stefán Einarsson)
og birt var bókmenntarýni. Hvað skáldskapnum viðvék, þá voru
það einkum yngri skáldin, sem birtu verk sín í Lífi og list. Þeirra
á meðal voru Ásta Sigurðardóttir, Geir Kristjánsson, Hannes
Pétursson, Sigfús Daðason, Thor Vilhjálmsson, Jökull Jakobs-
son og Svava Jakobsdóttir.
Menn og menntir
Tímarit MFA (Menningar- og fræðslusambands alþýðu). 1.—3. hefti. Rv.
1951-52.
Ritstj. Tómas Guðmundsson.
Tímaritinu var fyrst og fremst ætlað að kynna bækur og höf-
unda, en einnig birtust þar greinar um tónlist, myndlist og önn-
ur menningarmál. Lítið birtist af frumsömdum skáldskap, utan
ein smásaga eftir Guðmund Daníelsson, en mikið af greinum