Skírnir - 01.01.1976, Side 32
30
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDOTTIR
SKÍRNIR
efnisflokkur Nýs Helgafells var engu að síður skáldskapur og
greinar urn bókmenntir og aðrar listir, einkum myndlist. Mikið
birtist af ritdómum. Af bókmenntagreinum, er komu í ritinu,
má nefna „Hvernig urðu kvæði Jónasar til“ eftir Steingrím J.
Þorsteinsson, grein um Hannes Pétursson eftir Kristján Karls-
son og ræðu eftir Sigurð Nordal á aldarafmæli Þorsteins Erlings-
sonar. í Nýju Helgafelli birtist ræða, er Halldór Laxness hélt í
hófi því, er honum var haldið hér í tilefni Nóbelsverðlaunanna.
Nefnist ræðan „Er tilgangslaust basl að vilja vera þjóð?“ Meðal
höfunda, sem birtu skáldskap í ritinu, voru Steinn Steinarr,
Gunnar Gunnarsson, Tómas Guðmundsson, Hannes Pétursson,
Davíð Stefánsson, Thor Vilhjálmsson og Þórbergur Þórðarson.
1956 og 1958 kom Árbók skálda sem fylgirit með Nýju Helga-
felli.
Óðinn
I. -32. árg. Rv. 1905-36.
Ritstj. Þorsteinn Gíslason.
í Óðni voru tveir efnisflokkar ríkjandi, þ. e. persónusaga og
bókmenntir. Annað efni var hverfandi lítið. í ritinu birtist
fjöldi æviágripa merkra manna ásamt myndurn, þ. á m. margra
skálda, fjallað var um nýjar bækur og birt ókjörin öll af kvæð-
um. Fáeinar smásögur birtust í Óðni, þ. á m. ein eftir Þóri
Bergsson (1923), og þar birtust einnig nokkur leikrita Guttorms
J. Guttormssonar, svo og Dansinn í Hruna eftir Indriða Einars-
son. í Óðni var prentaður mikill fjöldi íslenzkra sönglaga.
Perlur
Mánaðarrit með nryndum. 1.—2. árg. Rv. 1930—31.
Ritstj. Kjartan Ó. Bjarnason, Stefán Ögmundsson.
Ritið átti að flytja „þýddar perlur heimsbókmenntanna ásamt
frumsömdu efni“. Frágangur ritsins var vandaður og birtar voru
góðar ljósmyndir og myndir af listaverkum. Nokkrar greinar
birtust um leiklist og myndlist, þ. á m. grein eftir Emil Thor-
oddsen um málaralist á Islandi. Stærsti efnisflokkurinn var
þýddar smásögur, en töluvert birtist þó af íslenzkum skáldskap,