Skírnir - 01.01.1976, Page 33
SKÍRNIR
TÍMARIT UM BÓKMENNTIR
31
t. d. eftir Jakob Thorarensen, Davíð Stefánsson, Stefán frá
Hvítadal (Anno Domini 1930), Tómas Guðmundsson, Halldór
Laxness, Gunnar Gunnarsson og Kristmann Guðmundsson.
Engar bókmenntagreinar birtust í ritinu.
Rauðir pennar
1.-4. árg. Rv. 1935-38.
Ritstj. Kristinn E. Andrésson.
Ritið var gefið út að tilhlutan Félags byltingarsinnaðra rithöf-
unda og flutti „safn af sögum, ljóðum og ritgerðum eftir nýj-
ustu innlenda höfunda“. í 1. árg. ritaði Kristinn E. Andrésson
um hina nýju bókmenntastefnu, þ. e. sósíalrealisma, aðdrag-
anda hennar og um helztu fylgismenn stefnunnar. Marxísk hug-
myndafræði lá til grundvallar þeim greinum um bókmenntir
og menningu, sem í ritinu birtust. Halldór Laxness ritaði um
borgaralegar bókmenntir, Björn Franzson birti greinina „Listin
og þjóðfélagið, nokkrar hugleiðingar frá sjónarmiði marxism-
ans“ og Kristinn E. Andrésson fjallaði um Ólafs sögu Kárasonar
Ljósvíkings. Meðal þeirra, sem birtu skáldskap í Rauðum penn-
um, voru Jóhannes úr Kötlum, Guðmundur Böðvarsson, Steinn
Steinarr, Magnús Ásgeirsson (þýðing á Kvæðinu um fangann
eftir Oscar Wilde), Jón úr Vör, Elalldór Stefánsson, Ólafur Jóh.
Sigurðsson (Saga frá 7. október 1935), Halldór Laxness (Ósigur
ítalska loftflotans í Reykjavík 1933) og Þórbergur Þórðarson,
sem birti bæði skáldskap og ritgerðir.
Árni Bergmann fjallaði um efni Rauðra penna í fjórum grein-
um, sem birtust í Þjóðviljanum í febrúar 1975.
RM. Ritlist og myndlist
Abm. Gils Guðmundsson. 1.—2. árg. Rv. 1947—48.
Tilgangur ritsins var að vera í senn vettvangur skáldskapar og
myndlistar með það höfuðverkefni „að fylgjast með nýjungum
í erlendum bókmenntum, kynna nútímahöfunda og flytja sýnis-
horn af skáldskap þeirra". Alls komu þrjú hefti af RM og var
stærsti efnisþátturinn þýddar sögur, margar hverjar myndskreytt-
ar af íslenzkum listamönnum. Birtir voru kaflar úr íslenzkum