Skírnir - 01.01.1976, Page 34
32
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDOTTIR
SKÍRNIR
bókmenntum fyrri alda svo og skáldskapur samtímahöfunda,
einnig með myndskreytingum. Meðal íslenzkra samtímahöfunda
voru Agnar Þórðarson, Elías Mar, Þórir Bergsson og Steinn
Steinarr.
SCANDINAVICA
An international journal o£ Scandinavian studies. Vol. 1— . London 1962— .
Ritstj. Elias Bredsdorff. A£ íslands hálfu í ritstj. Steingrímur J. Þorsteinsson
(1962—73), Sveinn Skorri Höskuldsson (1973— ).
Ritið birtir vísindalegar greinar um tungu, bókmenntir, sögu
og menningu Norðurlanda. Hvert hefti hefur að geyma nokkrar
aðalritgerðir, niðurstöður vísindalegra rannsókna, ritdóma um
merkar útgáfur á sviði norrænna fræða og valskrár um nýjar
bækur og helztu tímaritsgreinar á efnissviðinu. Aukahefti 1972
var helgað Halldóri Laxness.
SCRIPTA I.SLANDICA
Islándska sállskapets ársbog. L— . Upps. 1950— .
Ritstj. Ivar Modéer (1950—59), Sigurd Fries (1960—69), Lennart F.lmevik
(1970- ).
Ritið flytur greinar um íslenzk fræði: sögu, tungu og bókmennt-
ir. Mest er fjallað um fornritin, en þó nokkrar greinar hafa birzt
um síðari tíma bókmenntir, þ. á m. ritaði Steingrímur J. Þor-
steinsson um Matthías Jochumsson og Einar Benediktsson, Peter
Hallberg um „Laxness som dramatiker“, Stefán Einarsson ritaði
einnig um Laxness og grein birtist eftir Bo Ralph „Jón Hregg-
viðsson — en sagagestalt i en modern islandsk roman".
Skírnir
Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags. L— árg. Kh. og Rv. 1827— .
Ritstj. Guðmundur Finnbogason (1905—07, 1913—20, 1933—43), Einar H.
Kvaran (1908—09), Björn Bjarnason (1910—12), Árni Pálsson (1921—29, 1931—
32), Einar Arnórsson (1930), Einar Ól. Sveinsson (1944—53), Halldór Halldórs-
son (1954—67), Ólafur Jónsson (1968— ).
Hið íslenzka bókmenntafélag er talið stofnað 30. marz 1816 í
Kaupmannahöfn af Rasmusi Chr. Rask. Tilgangur félagsins var
„að viðhalda íslenzkri tungu og vernda hana, og að efla íslenzk-