Skírnir - 01.01.1976, Qupperneq 35
SKÍRNIR
TÍMARIT UM BÓKMENNTIR
33
ar bókmenntir“. Hóf félagið útgáfu á íslenzkum sagnablöðum,
sem var fréttablað, og kom það út í Kh. 1817—26. Þá var nafninu
breytt í Skírnir, ný tíðincli Hins íslenzka bókmenntafélags.
Gegndi Skírnir lilutverki Sagnablaðanna að birta fréttayfirlit,
en auk þess flutti hann skýrslur félagsins og birti skrá yfir ís-
lenzkar bækur og var eina heimildin um slíkt. Mikið var birt
af kveðskap í Skírni á Kaupmannahafnarárunum, þ. á m. ljóð
eftir Jónas Hallgrímsson. 1890 tók Reykjavíkurdeild Bókmennta-
félagsins við útgáfu Skírnis, en deildin gaf jafnframt út Tímarit
Hins íslenzka bókmenntafélags. Ekki varð breyting á Skírni við
heimkomuna, en 1904 voru þessi tvö rit Bókmenntafélagsins
sameinuð og 1905 kom út Skírnir, tímarit Hins íslenzka bók-
menntafélags. Ritstjóri, Guðmundur Finnbogason, birti þar
ávarp og segir þar m. a.: „Hlutverk þess (þ. e. Bókmenntafélags-
ins) hefur verið og verður enn einkum það, að inna af hendi
þau störf í bókmenntum vorum, sem einstaklingum þjóðarinnar
eru ofvaxin, en mega ekki vera óunnin, hlynna að arineldi þjóð-
arinnar og halda lifandi glæðunum þó ekki sé altént unnt að
baka við þær brauð í svipinn." Efni Skírnis var mjög fjölbreyti-
legt og aðgengilegt öllum þorra manna fyrstu áratugina eftir
sameininguna, en færðist smám saman að mestu yfir á svið ís-
lenzkra fræða: tungu, sögu og bókmennta.
1966 kom út Skrá um efni í tímaritum Bókmenntafélagsins,
eftir Einar Sigurðsson. Efnisskipan skrárinnar er þannig: Höf-
undaskrá, efnisskrá, skrá um ritdæmdar bækur, mannamyndir,
ritstjórar og ritnefndarmenn. í inngangi er rakin saga tímarita
Bókmenntafélagsins. Frá og með 1969 hefur komið út árlega sem
fylgirit með Skírni Bókmenntaskrá Skírnis, skrif um íslenzkar
bókmenntir síðari tíma, tekin saman af Einari Sigurðssyni. Skráð-
ar eru greinar og ritdómar úr íslenzkum og erlendum blöðum og
tímaritum næstliðins árs. Er skráin í alla staði aðgengileg og
handhæg í notkun.
SUNNANFARI
Mánaðarblað með myndum. 1,—13. árg. Kh. og Rv. 1891—1903, 1912—14.
Ritstj. Jón Þorkelsson (1.—5., 11.—13. árg.), Sigurður Hjörleifsson (1,—3. árg.),
Valdimar Thorarensen (1. árg.), Kristján Sigurðsson (3.-4. árg.), Olafur