Skírnir - 01.01.1976, Page 36
34
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDOTTIR
SKÍRNIR
Davíðsson (3.-4. árg.), Þorsteinn Gíslason (3.-4., 6.-7. árg.), Jón Ólafsson
(7. árg.), Björn Jónsson (8.—11. árg.), Einar Hjörleiisson (8.-9. árg.), Guð-
brandur Jónsson (11.—13. árg.).
Sunnanfari flutti mikið af mannamyndum og persónusögu,
greinum um þjóðmál og menningarmál, þ. á m. um stofnun há-
skóla á íslandi, og ritdómum og greinum um bækur og blöð.
Skáldskapur birtist eftir Einar Benediktsson, Einar H. Kvaran,
Grím Thomsen, Þorstein Erlingsson, Pál Ólafsson, Matthías
Jochumsson, Guðmund Friðjónsson, Stephan G. Stephansson,
Hannes Hafstein, Steingrím Thorsteinsson o. fl.
Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags
1.-25. árg. Rv. 1880/1881-1904.
Ritstjórn önnuðust ritnefndir ásarnt forsetum Reykjavíkurdeildar Bók-
menntafélagsins á þessu tímabili, en þeir voru Magnús Stephensen (1877—
84), Björn Jónsson (1884—94), Björn M. Ólsen (1894—1900), Eiríkur Briem
(1900-04).
í fyrstu ritnefnd tímaritsins voru Grímur Thomsen, Jón Árna-
son og Benedikt Gröndal. Samkvæmt boðsbréfi skyldi efnið vera
„vísindalegt og fræðandi fyrir alþýðu", einnig átti það að vera
sem fjölbreytilegast. Greinar birtust um sögu íslands, menn-
ingarsögu, málfræði, náttúruvísindi, læknisfræði, lögfræði o. fl.
Æviágrip merkra manna voru birt, svo og bókafregnir og kvæði.
Benedikt Gröndal ritaði um fornan kveðskap og Grímur Thom-
sen, Hannes Hafstein og Steingrímur Tliorsteinsson birtu þar
ljóðaþýðingar. 1904 var ákveðið að sameina ritið Skírni og 1905
kom út Skírnir, tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags.
Skrá yfir ritnefndarmenn er að finna í Skrá um efni í tíma-
ritum Bókmenntafélagsins.
Tímarit Máls og menningar
1. tbl. 1937 og 1.-2. árg. 1938-39. Rv. 1937-39. (1937 og 1. tbl. 1938 hét
ritið Mál og menning.)
Bókmenntafélagið Mál og menning var stofnað 1937 að til-
hlutan Heimskringlu h/f og Félags róttækra rithöfunda, en þeir
stóðu að útgáfu Rauðra penna. í fyrstu stjórn félagsins áttu
sæti Halldór Laxness, Sigurður Thorlacius, Halldór Stefánsson,