Skírnir - 01.01.1976, Page 37
SICÍRNIR
TÍMARIT UM BÓKMENNTIR
35
Eiríkur Magnússon og Kristinn E. Andrésson. Félagið stóð fyrir
bókaútgáfu og var ætlunin að senda tímaritið ókeypis til félags-
manna, eitt hefti með hverri félagsbók. í ritinu voru kynningar
á félagsbókum MM, ritdómar um nýjar bækur og stuttar greinar
um ýmis menningarmál. Ekkert var birt af skáldskap. 1939 var
ákveðið að hætta útgáfu ritsins í þessu formi, svo og Rauðra
penna, og hefja útgáfu á nýju Tímariti Máls og menningar og
kom 1. heftið út 1940.
Tímarit Máls og menningar
1.— árg. Rv. 1940— .
Ritstj. Kristinn E. Andrésson (1940—69), Jakob Benediktsson (1947—75), Sig-
fús Daðason (1960— ).
í inngangi að 1. hefti kemur fram að ritinu er ætlað „að flytja
sögur, kvæði, ritdóma og greinar um hvers konar menningar-
og þjóðfélagsmál". Ennfremur var tekið fram að gerðar yrðu
„miklar kröfur til þeirra, sem í það rita, um málfar, stíl og efnis-
val, og ekki síður heiðarlegan og vandaðan málflutning". í
Tímariti Máls og menningar liefur birzt skáldskapur og fræði-
greinar eftir mörg helztu skáld og fræðimenn þjóðarinnar á
þessu tímabili. Fjallað hefur verið um erlendar bókmenntir og
birtar þýðingar á verkum erlendra stórskálda og mikið ritað um
íslenzk og erlend þjóðmál. Tímaritið er ekki háð neinum stjórn-
málaflokki, en tekur róttæka pólitíska afstöðu til viðfangsefna
sinna.
Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
1.-50. árg. Wpg. 1919-69.
Ritstj. Rögnvaldur Pétursson (1919—39), Gísli Jónsson (1940—69), Haraldur
Bessason (1960—69).
Þjóðræknisfélagið var stofnað 25. marz 1919. Markmið félagsins
var þríþætt: „1. Að stuðla að því af fremsta megni, að íslendingar
megi verða sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi. 2. Að styðja
og styrkja íslenzka tungu og bókvísi í Vesturheimi. 3. Að efla
samúð og samvinnu milli íslendinga austan hafs og vestan." Þessi
hin sömu markmið lágu til grundvallar tímaritinu, sem var
ársrit. í fyrstu árgöngunum var birt mikið af skáldskap, kvæð-