Skírnir - 01.01.1976, Síða 38
36
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDOTTIR
SKÍRNIR
um og sögum, en fór heldur minnkandi eftir því sem á leið og
urðu ritgerðir um menningu, forna og nýja, meginefni ritsins.
Meðal höfunda, sem birtu skáldskap, voru Stephan G. Stephans-
son, Jakobína Johnson, Guttormur J. Guttormsson, Jóh. M.
Bjarnason, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson og Sig. Júl. Jóhannesson.
Birt voru kvæði eftir Pál Ólafsson (prentuð eftir handritum) og
fleiri skáld „að heiman“. í tímaritinu birtist mikill fjöldi bók-
menntaritgerða eftir Stefán Einarsson og Richard Beck. Flestar
fjölluðu þær um einstök skáld, en einnig var um að ræða yfir-
litsgreinar. 1950 var minnzt 75 ára búsetu Islendinga vestan hafs
og var ritið þá helgað vestur-íslenzkum listamönnum, þ. e.
skáldum, ritliöfundum, tónskáldum og myndlistarmönnum. Þeg-
ar Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar hætti að koma út (1955) tók
Tímaritið við því hlutverki Almanaksins að láta getið helztu
viðburða meðal íslendinga vestan hafs, svo og um mannslát.
Lítið birtist af ritdómum í Tímariti Þjóðræknisfélagsins, en
getið var bóka á ensku, sem fjölluðu um íslenzk málefni. Efni
ritsins var á íslenzku, með örfáum undantekningum.
Vaka
Tímarit handa íslendingum. 1,—3. árg. Rv. 1927—29.
Útg. Ágúst H. Bjarnason, Árni Pálsson, Ásgeir Ásgeirsson, Guðmundur Finn-
bogason, Jón Sigurðsson, Kristján Albertsson, Ólafur Lárusson, Páll ísólfs-
son, Sigurður Nordal.
Tilgangur Vöku var „að efla menningu og sjálfstæði íslands".
í ritinu birtust margar merkilegar greinar um málefni lands og
þjóðar, en megináherzla lögð á bókmenntir og önnur menn-
ingarmál. Sigurður Nordal ritaði nokkra „bókmenntaþætti" og
birtir voru ítarlegir ritdómar. Einar Ólafur Sveinsson ritaði um
kyrrstöðu og þróun í fornum mannlýsingum og Guðmundur
Finnbogason fjallaði um Guðmund Friðjónsson og skáldskap
hans. I Vöku birtist grein Sigurðar Nordal, Samlagning, en þar
hugleiðir hann menntun og þekkingu. Töluvert af skáldskap
birtist í Vöku. Þar kom kvæði Davíðs Stefánssonar, Hallfreður
vandræðaskáld, þrjú Ijóð eftir Jóliann Jónsson, þ. á m. Sökn-
uður, og Forleikur úr Merði Valgarðssyni eftir Jóhann Sigur-
jónsson.