Skírnir - 01.01.1976, Page 41
SKÍRNIR
TÍMARIT UM BÓKMENNTIR
39
í ritinu birtust einkum greinar um þjóðmál, ýmist þýtt efni eða
íslenzkt, auk ýmissa hagnýtra upplýsinga. Birtar voru þýðingar
Halldórs Laxness á greinum eftir Bertrand Russell og Bernard
Sliaw og Guðbrandur Jónsson ritaði grein um Jón Þorláksson
á Bægisá og grein um móðurmál og bókmál.
Almanak Hins íslenzka þjóðvinafélags um árin 1875— .
Kh. og Rv. 1874- .
Auk almanaksins eru birtar greinar um ýmiss konar málefni. I
Almanaki 1948 og 1949 birtist löng grein um íslenzka leikritun
eftir 1847 eftir Lárus Sigurbjörnsson, og Guðmundur G. Hagalín
ritaði um íslenzka ljóðlist 1874—1944 og kom ritgerðin í fjórum
hlutum 1951—54. Öðru hverju hafa birzt greinar eftir íslenzka
höfunda um erlend skáld, s. s. Yeats, N. Grieg, Kaj Munk o. fl.
„Árbók íslands", yfirlit yfir helztu viðburði liðins árs, birtist
ár hvert í almanakinu. Ólafur Hansson hefur ritað yfirlitið
undanfarin þrjátíu ár.
Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
fyrir árin 1895—1954. 1,—60. árg. Wpg. 1894—1954.
Auk almanaksins flutti ritið þætti úr landnámssögu íslendinga
í Vesturheimi, gat um helztu viðburði og mannslát. Öðru hverju
birtust þar ljóð og birt var þýðing á sögu eftir Gunnar Gunnars-
son. Richard Beck ritaði nokkrar greinar um íslenzk skáld,
Stephan G. Stephansson, Jóh. Magnús Bjarnason o. fl.
Almanak
um/fyrir árin 1900—1905, 1935. Útg. S. B. Benedictsson. 1.—7. árg. Selkirk
og Wpg. 1899—1904, 1934. (4.-7. árg.: Maple Leaf Almanac.)
Auk almanaksins voru birtar þýddar smásögur, fróðleikur úr
ýmsum áttum og heilræði. Ennfremur flutti ritið allmikið af
kvæðum eftir íslenzk skáld í Vesturheimi, s. s. Stephan G. Step-
hansson, Þorstein Þ. Þorsteinsson, Sig. Júl. Jóhannesson, K.N.,
Guttorm J. Guttormsson og Kristin Stefánsson.