Skírnir - 01.01.1976, Page 44
42
RAGNHEIÐUK HEIÐREKSDÓTTIR
SKÍRNIR
Breiðablik
Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri menning. I,—8. árg. Wpg. 1906/07—1913/14.
Ritstj. Friðrik J. Bergmann.
Ritinu var ætlað að „styðja allt það, er verða mætti íslenzkri
menning til eflingar og frama“. Sérstaklega skyldi það leiða eftir-
tekt lesenda að nýjum íslenzkum bókum. Fastur þáttur „A Hof-
mannaflöt“ flutti ritdóma um nýjar bækur og tímarit. Fjallað
var ítarlega um nokkra höfunda og ritverk þeirra, s. s. Einar
Benediktsson, Stephan G. Stephansson og Einar Hjörleifsson
Kvaran. Mikið birtist af þýddum sögum og nokkuð var ritað um
trúmál, svo og smágreinar um menn og málefni.
Draupnir
Útg. Torfhildur Þ. Hólm. 1.-12. árg. Rv. 1891-1908.
I fyrstu heftunum birtist ýmiss konar efni, frumsamið og þýtt
af útgefanda. Síðan birtust eingöngu verk Torfhildar Þ. Hólm,
„Jón biskup Vídalín" og „Jón biskup Arason", svo og leikrit eftir
Eggert Brím, „Gissur jarl“. Torfhildur Þ. Hólm gaf einnig út
Dvöl (1901—17) en þar birtist dálítið af þjóðsögum og gömlum
kvæðum, svo og þýðingar Gísla Konráðssonar úr verkum Platós.
Dýraverndarinn
Útg. Dýraverndunarfélag Islands 1,— árg. Rv. 1915— .
í ritinu birtast aðallega frásagnir og greinar um dýr og dýra-
verndun, en gegnum árin hefur birzt þar töluvert af sögum og
kvæðum eftir íslenzka höfunda, þ. á m. Halldór Stefánsson,
Guðmund Friðjónsson, Guðmund G. Hagalín, Erlu, Huldu,
Ólaf Jóh. Sigurðsson (þá 16 ára) og Ingólf Kristjánsson.
Dýravinurinn
Gefinn út af Dýraverndunarfélagi danskra kvenna (1. h.), Hinu íslenzka
þjóðvinafélagi (2.-16. h.). 1.-16. hefti. Kh. og Rv. 1885-1916.
I Dýravininum birtust sögur og ljóð, m. a. eftir Þorstein Erlings-
son, Þorgils gjallanda, Jón Trausta, Guðmund Friðjónsson og
Þorstein Gíslason.