Skírnir - 01.01.1976, Page 46
44
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDÓTTIR
SKÍRNIR
íslenzka liöfunda, þ. á m. eru Þórir Bergsson, Indriði G. Þor-
steinsson, Guðmundur G. Hagalín, Tómas Guðmundsson,
Gunnar Gunnarsson, Karl ísfeld, Gunnar Dal, Sigurður A.
Magnússon og Jökull Jakobsson. Ritstjórar á þessu tímabili,
lengur eða skemur, voru Gunnar Magnússon, Njáll Símonarson,
Pétur Pétursson, Valdimar Kristinsson og Birgir Kjaran.
Frón
Gefið út af Félagi íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn. 1,—3. árg. Kh.
1943—45. Ritstj. Jakob Benediktsson.
Til tímaritsins var stofnað vegna einangrunar íslendinga erlend-
is á stríðsárunum og skyldi það vera „vettvangur fyrir umræðu
um íslenzk menningarmál og framtíðarmál þjóðarinnar". Mikið
var fjallað um íslenzk þjóðmál og málefni íslendinga erlendis
og töluvert var urn bókmenntalegt efni. Ljóð voru birt eftir
Guðmund Kamban, Jón Helgason o. fl. Eftir Jón Helgason
birtist einnig ritgerðin „Að yrkja á íslenzku“, grein um Jón Þor-
láksson á Bægisá og grein um íslenzkuna í Skírni. Sveinn Berg-
sveinsson og Matthías Jónasson rituðu greinar um málfar. í
Fróni voru prentuð nokkur íslenzk þjóðlög, skráð af Jóni Leifs.
Gandur
Vikublað uni bókmenntir, listir og önnur menningarmál. 1. árg. 1. tbl.
Rv. 1951.
Utg. og ritstj. Geir Kristjánsson, Jóhann Pétursson.
Aðeins kom út eitt blað og í því birtist m. a. sögukafli eftir Geir
Kristjánsson og kvæðið „Það blæðir úr morgunsárinu“ eftir
Jónas Svafár, en það var það fyrsta, sem birtist eftir hann á
prenti.
Garður
Tímarit Stúdentaráðs Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur. 1.—2. árg.
Rv. 1945-47.
Ritstj. Ragnar Jóhannesson.