Skírnir - 01.01.1976, Page 47
SKÍRNIR
TÍMARIT UM BÓKMENNTIR
45
Garður var „tilraun til að halda úti málgagni háskólaborgara
hér á landi“. Tilraunin gafst greinilega ekki vel, því aðeins kom
út einn árgangur og einu hefti betur. Birtar voru ritgerðir og
frásagnir um margvísleg efni, þar af tvær ritgerðir um bók-
menntir: Um Tristramskvæði, ritgerð eftir Halldór Jónsson, og
hluti af ritgerð eftir Agnar Þórðarson um Heiðarbýlið og Sjálf-
stætt fólk. Þorsteinn Valdimarsson birti eitt kvæði í ritinu,
„1946“, og ýmsir fleiri áttu þar kveðskap.
Haukur
(Heimilisblaðið—). 1.-8. árg. Rv. 1952-59.
Ritstj. Ingólfur Kristjánsson (1952—54), Ólaiur P. Stefánsson (1955—59).
Ritið flutti margs konar efni, einkum til afþreyingar og skemmt-
unar. Töluvert var um viðtöl við fólk í íslenzkum skemmtana-
iðnaði og birtir vinsælir söngtextar. Á tímabilinu 1952—55 birtist
„listamannaþáttur“ í nær hverju hefti, og var þar rætt við tón-
listarmenn, myndlistarmenn, leikara og rithöfunda. Birtar voru
myndir af listaverkum og birtur skáldskapur eftir þá höfunda,
sem við var rætt. Rætt var við eftirtalda höfunda: Guðmund
Hagalín, Jakob Thorarensen, Þóri Bergsson, Jón Björnsson,
Kristmann Guðmundsson, Karl ísfeld, Guðmund Daníelsson og
Gunnar Gunnarsson.
Heima er bezt
1.— árg. Rv. og Ak. 1951— .
Ritstj. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson (1951), Jón Björnsson (1952—55), Steindór
Steindórsson (1956— ).
íslenzkir frásöguþættir liafa alla tíð verið aðalefni ritsins, sem
er e. k. heimilisblað. Eftir að Steindór Steindórsson tók við rit-
Stjórn hefur hann skrifað ritdóma í nánast hvert hefti. Nokkrar
greinar um rithöfunda hafa birzt í ritinu, svo og viðtöl. Tölu-
vert hefur birzt af afþreyingarbókmenntum í Heima er bezt,
t. d. framhaldssögur eftir Guðrúnu frá Lundi, Ingibjörgu Sig-
urðardóttur og Magneu frá Kleifum, sem síðar voru svo gefn-
ar út í bókum.