Skírnir - 01.01.1976, Qupperneq 48
46
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDÓTTIR
SKÍRNIR
Heimilisritið
1.-17. árg. Rv. 1943-59.
Ritstj. Geir Gunnarsson (1943—55), Ólafur Hannesson (1956—59).
Tímaritið flutti mestmegnis skemmtiefni og gamanmál, en birti
þó á árunum 1947—56, í flestum heftum, efni eftir íslenzkan höf-
und, smásögu eða ljóð. Meðal höfunda voru Steinn Steinarr,
Magnús Ásgeirsson, Jón úr Vör, Elías Mar, Stefán Hörður Gríms-
son, Hannes Sigfússon, Indriði G. Þorsteinsson, Þorsteinn frá
Hamri, Erlingur E. Halldórsson, Baldur Óskarsson og Guðmund-
ur G. Hagalín.
Heimir
Útg. Nokkrir íslendingar í Vesturheimi (1,—5. árg.), Hið íslenzka únitaríska
kirkjufélag í Vesturheimi (6.-9. árg.), 1.—9. árg. Wpg. 1904—14.
Ritstj. Rögnvaldur Pétursson (1,—5. árg.), Guðmundur Árnason (6.-9. árg.).
Ritinu var fyrst og fremst ætlað að vera trúmálarit, en í því birt-
ust einnig fræðigreinar um önnur efni, andleg og veraldleg, og
nokkuð af þýddum sögum. Þar birtust ljóð eftir íslenzk skáld
í Vesturheimi, s. s. Stephan G. Stephansson, Þorstein Þ. Þor-
steinsson, Kristin Stefánsson, Sigurð Júl. Jóhannesson, Guttorm
J. Guttormsson og K. N. Júlíus. Prentaður var langur fyrirlestur
(nafnlaus) um Þorstein Erlingsson, þar sem m. a. var andmælt
ritdómi eftir Sigurð Guðmundsson, sem birzt hafði í Eimreið-
inni. Frá Islandi sendu Matthías Jochumsson og Guðmundur
Friðjónsson ljóð í Heimi.
Hjartaásinn
1.-12. árg. Ak. 1947-58.
Ritstj. Guðmundur Frímann (1947), Pálmi H. Jónsson (1948—52), Haukur
Eiríksson (1953—55), Karl Jónasson (1956).
Ritið var afþreyingar- og skemmtirit, sem flutti nær eingöngu
þýtt efni. Þó birtist þar öðru hverju nokkurt efni eftir íslenzka
höfunda, Indriða G. Þorsteinsson, Guðmund Frímann, Elías
Mar, Guðmund Daníelsson, Kristján frá Djúpalæk, Jón úr Vör,
Gunnar Dal o. fl.