Skírnir - 01.01.1976, Page 49
SKÍRNIR
TÍMARIT UM BOKMENNTIR
47
Hlín
Arsrit íslenzkra kvenna. 1.—43. árg. Ak. 1917—61.
Ritstj. Halldóra Bjarnadóttir.
í ritinu var fjallað um heimilisiðnað, heilbrigðismál, húsmæðra-
fræðslu og fleiri málefni heimilishalds. Allsérstæður þáttur í út-
gáfunni var, að hvert einstakt hefti hófst á kvæði eftir konu eða
um konu. Einnig var að finna meira af kveðskap í ritinu og
fáeinar smásögur. Kvæðin voru misjöfn að gæðum, flest eftir
óþekkta höfunda, en þó er þar að finna kvæði eftir Jakobínu
Johnson, Huldu, Kristínu Sigfúsdóttur, Böðvar frá Hnífsdal
og Sigurð Jónsson á Arnarvatni.
1967 kom út í tilefni 50 ára afmælis Hlínar eitt hefti, er rit-
stjórinn nefndi eftirhreytur.
Hugrún
1. árg. Ak. og Rv. 1923—24.
Ritstj. Kristmann Guðmundsson, Steindór Sigurðsson.
Út komu tvö lítil hefti og var efni nær eingöngu eftir ritstjór-
ana.
Húsfreyjan
Útg. Kvenfélagasamband íslands. 1,— árg. Rv. 1950— .
í ritinu hafa öðru liverju birzt sögur og ljóð eftir íslenzkar kon-
ur, þ. á m. eftir Sigríði Einars, Elínborgu Lárusdóttur, Huldu,
Halldóru B. Björnsson, Jakobínu Sigurðardóttur, Ragnheiði
Jónsdóttur og Ingibjörgu Jónsdóttur.
The Icelandic Canadian
Vol. 1- . Wpg. 1942/43- .
Ritið er á ensku og fjallar að inestu um menn og málefni í ís-
lendingabyggðum í Kanada. Mikið er birt af þýðingum íslenzkra
ljóða, en einnig birtist frumsaminn skáldskapur (á ensku). Öðru
hverju hafa birzt greinar um rithöfunda og ritdómar eru birtir
um bækur, er varða íslenzk málefni, eða eru eftir höfunda af ís-
lenzkum ættum, svo og dómar um þýðingar af íslenzku.