Skírnir - 01.01.1976, Page 50
48
RAGNHEIÐUR HEIBREKSDÓXTIR
SKÍRNIR
Iðunn
Mánaðarrit til skemmtunar og fróðleiks. 1.—7. bindi. Rv. 1884—89.
Ritstj. Björn Jónsson, Jón Ólafsson, Steingrímur Thorsteinsson.
í Iðunni birtust þýddar sögur, þ. á m. Sigrún á Sunnuhvoli eftir
Björnstjerne Björnson, fræðigreinar um framandi þjóðir, um
atburði mannkynssögunnar o. fl. Þar birtist t. d. þýðing á grein
eftir Ingersoll um frelsi kvenna. Steingrímur Thorsteinsson birti
frumort ljóð og Ijóðaþýðingar, svo og þýðingar á þjóðsögum og
ævintýrum. Þar birtist og Sagan af Sigurði formanni eftir Gest
Pálsson og Ásareiðin eftir Grím Thomsen. Af öðrum, sem rituðu
í Iðunni, má nefna Þorvald Thoroddsen og Jónas Jónasson frá
Hrafnagili.
Árið 1860 gaf Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað út rit með
sama nafni.
ISLANDSK ÁRBOG
Udg. af Dansk-Islandsk Samfund. 1,—24. árg. Kbh. 1928—51.
Ritstj. Friðrik Á. Brekkan (1928), Arne M0ller (1934—45), Chr. Westergárd-
Nielsen (1946-51).
Rit á dönsku, sem fjallaði um íslenzk málefni, stjórnmál og
efnahagsmál, sagnfræði, persónusögu, tungu og bókmenntir.
Nokkrar yfirlitsgreinar um bókmenntir á íslandi birtust í rit-
inu. Guðmundur G. Hagalín ritaði um árin 1928—29 (birtist
1931) og Chr. Westergárd-Nielsen um árin 1938, 1939 og 1940.
Fáeinar þýðingar íslenzkra ljóða birtust, svo og nokkrar greinar
um íslenzk skáld og fjallað var um nokkrar bækur.
Jón Bjarnason Academy
Wpg. 1931-36, 1940.
Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla. Séra Jón Bjarnason stofnaði skóla
sinn með tvö markmið í huga, að temja nemendum kristnar lífs-
reglur og að skapa aðstöðu fyrir íslenzka nemendur til að nema
tungu og bókmenntir íslands. í ársritum skólans birtust ritgerðir
um trúmál, forna íslenzka menningu og um íslenzkar bókmennt-
ir. í ársritinu 1932 birtist grein eftir Richard Beck, Iceland’s