Skírnir - 01.01.1976, Page 51
1
SKÍRNIR TÍMARIT UM BOKMENNTIR 49
contribution to world literature, og í ársritinu 1936 einnig eftir
R. Beck, Matthías Jochumsson — Icelandic poet and translator.
í ársritið 1940 ritaði Stefán Einarsson grein, Gunnar Gunnars-
son — An Icelandic author.
JÖRÐ
1,—9. árg. Rv. 1940—48.
Ritstj. Björn O. Björnsson.
í Jörð var komið víða við sögu, fjallað jöfnum liöndum um
líkamsrækt, garðvrkju og menningarmál. Þó nokkuð var fjallað
um bókmenntir í „bókadálkum“ og lengri greinum og birt voru
ljóð og sögur. Meðal höfunda, er birtu skáldskap í ritinu, voru
Tómas Guðmundsson, Davíð Stefánsson, Magnús Ásgeirsson og
Gunnar Gunnarsson. Dálítið var fjallað um leiklist, myndlist
og tónlist og prentuð voru nokkur lög eftir íslenzk tónskáld.
Áður hafði Björn O. Björnsson gefið út á Akureyri tímarit
með sama nafni (1931—35), sem fjallaði einkum um andleg mál-
efni og heilbrigðismál. Þó birtust í því riti ný kvæði eftir Davíð
Stefánsson.
Jörð
Tímarit tekið saman af Sverri Hólmarssyni og Þorsteini Gylfasyni. 1,—2. liefti.
Rv. 1963.
Höfundar rituðu langan inngang þar sem segir m. a.: „Þessi
samantekt, sem liér kemur fyrir hvers manns sjónir, heitir ekki
„tímarit um bókmenntir" þaðan af síður „menningarmál“.
Andúð okkar útgefenda á slíkri nafngift á ekki eingöngu rætur
að rekja til þessara innantómu glamuryrða: bókmenntir, listir,
heldur og til hins, að skrifum þeim, sem í þessu riti birtast, verð-
ur fremur ætlað að fjalla um tal manna um svokallaðar bók-
menntir og listir en sjálft inntak þessara orða, hvert sem það
nú annars er.“ Samkvæmt stefnuskránni var efni 1. heftis að
mestu helgað túlkun og skilningi íitaðs máls, þ. á m. Aðventu
Gunnars Gunnarssonar og nokkurra Ijóða úr bók Hannesar
Péturssonar, Stund og staðir. 2. lieftið var helgað Hlébarðanum
eftir Giuseppe di Lampedusa. Ragnar Jónsson kostaði útgáfu
ritsins.
4