Skírnir - 01.01.1976, Page 52
50
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDÓTTIR
SKÍRNIR
Kvennablaðið
Útg. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. 1,—26. árg. Rv. 1895—1919.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir var brautryðjandi kvenréttindabarátt-
unnar hér á landi, en engu að síður fjallaði rit hennar að mestu
um hagnýt heimilismál í fyrstu. í Kvennablaðinu birtust mörg
kvæði eftir Guðmund Guðmundsson, þ. á m. Kvennaslagur, og
fáein Ijóð eftir aðra höfunda.
Kvöldvaka
Misserisrit um bókmenntir og önnur menningarmál. 1.—2. árg. Rv. 1951—52.
Ritstj. Snæbjörn Jónsson.
Fjögur hefti komu út og var í þeim öllum fjallað urn nýjar bæk-
ur og gamlar, ritað um bókaútgáfu, bókasöfn og erlendar bæk-
ur. Birtar voru ritgerðir um önnur menningarmál, en óskað var
eindregið eftir því að ekki væri ritinu sendar sögur til birtingar
„þar sem margar þeirra smásagna, sem nú eru birtar í íslenzkum
tímaritum eru bókmenntunum lítill fengur“.
Láki
Gamanblað. L—2. tbl. Rv. 1919.
Ritstj. Pétur Jakobsson.
Þessa rits er getið hér eingöngu til gamans. Tómas Guðmunds-
son og Halldór Laxness, þá í 4. bekk menntaskóla, sömdu ritið.
Tók það u. þ. b. eina klukkustund að semja 1. tbl., verða sér úti
um ábyrgðarmann og koma ritsmíðinni í prentun. Efnið var
sniðið fyrir þröngan kunningjahóp og birt undir dulnefnum.
Landneminn
Útg. Æskulýðsfylkingin, Samband ungra sósíalista. L—9. árg. Rv. 1947—55.
Ritstj. Jónas Árnason (1947—53), Bjarni Benediktsson frá Hofteigi (1949),
Ingi R. Helgason (1953—54), Haraldur Jóhannsson (1954), Einar Bragi Sig-
urðsson (1955).
Ritið var pólitískt málgagn, sem jafnframt flutti greinar um
ýmis menningarmál og birti mikið af skáldskap, einkum ljóðum
eftir yngri skáldin. Meðal hinna mörgu, sem birtu verk í Land-