Skírnir - 01.01.1976, Side 54
52
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDOTTIR
SKÍRNIR
Út hafa komið þrjú tölublöð og von er á meiru, þó e. t. v. með
einhverjum breytingum á útgáfunni. Meðal aðstandenda ritsins
eru Einar Ólafsson, Fáfnir Elrafnsson, Ingiberg Magnússon,
Pjetur Lárusson, Þorsteinn Marelsson og Örn Bjarnason.
Lögrétta
1.-5. árg. Rv. 1932-36.
Ritstj. Þorsteinn Gíslason, Vilhjálmur Þ. Gíslason.
Lögrétta var gefin út sem blað, 1.—26. árg. 1906—31, en frá 1932
kom hún út í formi tímarits.
Fjölbreytt efni birtist í tímaritinu Lögréttu, bæði um menn og
málefni, ýmist í löngum greinum eða stuttum pistlum. Þó nokk-
uð var birt af bókmenntaefni. Þorsteinn Gíslason fjallaði um
skáld og rithöfunda (Bólu-Hjálmar, Bjarna Thorarensen, Sig-
urð Breiðfjörð, Grím Thomsen, Jón Thoroddsen), „bókmennta-
bálkur“ flutti ritdóma um íslenzkar og þýddar bækur og tölu-
vert var birt af kvæðum, þ. á. m. eftir Stein Steinar (1932), Guð-
mund Friðjónsson, Jakob Thorarensen og Þorstein Gíslason.
Meðan Lögrétta var blað hafði einnig birzt þar nokkurt bók-
menntaefni, t. d. kom þar frumútgáfa á Fjalla-Eyvindi Jóhanns
Sigurjónssonar.
Melkorka
Tíraarit kvenna. 1.—18. árg. Rv. 1944—62.
Ritstj. Rannveig Kristjánsdóttir (1944—47), Nanna Ólafsdóttir (1949—62),
Svafa Þórleifsdóttir (1949—53), Þóra Vigfúsdóttir (1949—62).
Tilgangur ritsins var m. a. „að fá konur til að láta sig þjóðmál
meiru skipta en verið hefur“. Mikið var fjallað um kvenrétt-
indamál og baráttu liinna vinnandi kvenna og töluvert um
menningarmál, einkum í síðari árgöngum. Skáldskapur birtist
eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, Jakobínu Sigurðardóttur, Odd-
nýju Guðmundsdóttur, Sigríði Einars, Málfríði Einarsdóttur o.
fl. Stefán Jónsson fjallaði um barnabækur og grein birtist eftir
Nönnu Ólafsdóttur um Eiðinn eftir Þorstein Erlingsson. Tölu-
vert var fjallað um myndlist. Frá 1949 gaf Mál og menning út
Melkorku.