Skírnir - 01.01.1976, Page 55
SKÍRNIR
TÍMARIT UM BÓKMENNTIR
53
Neisti
Útg. Æskulýðsfylkingin — samband ungra sósíalista. Rv. 1963—68.
Frá 1969 hefur Neisti verið gefinn út sem blað. í tímaritsheft-
unum birtist skáldskapur, m. a. eftir Jón frá Pálmholti, Þorstein
frá Hamri, Jónas E. Svafár, Nínu Björk Árnadóttur, Dag Sig-
urðarson og Ingimar Erlend Sigurðsson.
19. JÚNÍ
1.-12. árg. Rv. 1917-29.
Ritstj. Inga L. Lárusdóttir.
Ritið flutti fjölbreytt efni og var orðum öllum beint til kvenna.
Dálítið var birt af frumsömdum skáldskap eftir konur, þ. á m.
eftir Ólöfu frá Hlöðum, Huldu og Kristínu Sigfúsdóttur. I 19.
júní birtust nokkrir kaflar úr Hamsun-þýðingum Jóns Sig-
urðssonar frá Kaldaðarnesi.
19. JÚNÍ
Arsrit Kvenréttindafélags íslands. L— árg. Rv. 1951— .
Ritstj. Svafa Þórleifsdóttir (1951—56), Guðrún P. Helgadóttir (1958—62),
Sigríður J. Magnússon (1965—68), Lára Sigurbjörnsdóttir (1972—75), Erna
Ragnarsdóttir (1976— ).
Tímaritið er málgagn Kvenréttindafélagsins og birtir mörg fróð-
leg viðtöl og greinar um málefni kvenna. Kynntar eru lista- og
menntakonur. Lítið er fjallað um bókmenntir í ritinu en birt
eru ljóð og sögur eftir íslenzkar konur. Meðal höfunda eru Vil-
borg Dagbjartsdóttir, Svava Jakobsdóttir, Nína Björk Árna-
dóttir, Jakobína Sigurðardóttir, Halldóra B. Björnsson, Unnur
Eiríksdóttir og Sigríður Einars.
Norræn jól
Ársrit Norræna félagsins. L—14. árg. Rv. 1941—54.
Ritstj. Guðlaugur Rósinkranz (1941—54), Vilhjálmur S. Vilhjálmsson (1947),
Sigurður Þórarinsson (1954).
Ritið kom út sem framhald af Nordens Kalender (Göteborg og
Oslo 1929—39) en útkoma þess lagðist niður vegna styrjaldar-