Skírnir - 01.01.1976, Page 56
54
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDOTTIR
SKÍRNIR
innar. í Norrænum jólum birtust þýðingar á verkum eftir Norð-
urlandahöfunda, íslenzkur skáldskapur og greinar um ýmis mál-
efni. Meðal höfunda voru Tómas Guðmundsson, Guðmundur
Hagalín, Þórir Bergsson, Guðmundur Böðvarsson og Davíð
Stefánsson. í Nordens Kalender höfðu birzt nokkrar þýðingar
á íslenzkum skáldskap.
Núkvnslóð
1. árg., 1. tbl. Rv. 1968.
Að ritinu stóðu Hrafn Gunnlaugsson, Kristinn Einarsson, Ól-
afur Kvaran, Ólafur Haukur Símonarson og Sigurður Pálsson.
Um útlit sá Ólafur H. Torfason, en ábyrgðarmaður var Ragnar
Jónsson. Uppsetning efnis í ritinu var í anda popplistar og allur
frágangur hinn frumlegasti. Aðeins kom út eitt tbl. og birtust
þar hugverk m. a. eftir Ólaf Hauk Símonarson, Þorstein Antons-
son, Megas, Sigurð Pálsson, Guðberg Bergsson og Hrafn Gunn-
laugsson.
NÝ kynslóð
1. árg., 1. tbl. Rv. 1941.
Ritstj. Helgi Sæmundsson.
Ný kynslóð taldi það hlutverk sitt „að verða málþing íslenzkra
æskumanna, sem iðka orðsins list“. Aðeins kom út eitt tbl. og
birtust þar ljóð eftir Hannes Sigfússon og Guðjón Halldórsson
og saga eftir Guðmund K. Eiríksson.
Nýir pennar
Rv. 1947.
Ritstj. Benedikt Gröndal.
Eins og nafnið bendir til, átti ritið að koma á framfæri nýjum
höfundum. Aðeins kom út eitt hefti, en í því fjallaði Björn Sig-
fússon um Heiðrek Guðmundsson og bók hans, Arf öreigans,
birtar voru smásögur eftir Guðmund K. Eiríksson og Einar Guð-
mundsson, þýdd grein um Sartre og þýddar sögur.