Skírnir - 01.01.1976, Page 58
56
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDÓTTIR
SKÍRNIR
NÝTT KVENNABLAÐ
1.-28. árg. Rv. 1940/41-67.
Ritstj. Guðrún Stefánsdóttir (1940—67), María J. Knudsen (1940—46), Jó-
hanna Þórðardóttir (1940).
Meðal efnis voru greinar um menntunarmál og réttindi kvenna.
Mikið birtist af ljóðum og sögum eftir íslenzkar konur, kynntar
voru listakonur og fáeinar greinar um bókmenntaleg efni komu
í ritinu, þ. á m. ritgerð um Bólu-Hjálmar eftir Guðrúnu P.
Helgadóttur.
Nýtt land
Gefið út af Jafnaðarmannafélagi íslands og Sambandi ungra jafnaðarmanna.
1.-3. drg. Rv. 1936-38.
Ritstj. Sigurður Einarsson, Guðmundur Hagalín.
Tilgangur ritsins var „að vera vettvangur fyrir umræður um
stjórnmál, félagsmál, bókmenntir, listir og vísindi“. Mest var
ritað um þjóðmál, en birtir voru ritdómar og lítið eitt af skáld-
skap, m. a. smásögur eftir Guðmund G. Hagalín og Guðmund
Daníelsson. Ritið hófst á kvæðinu „Nýtt land“ eftir Jóhannes
úr Kötlum.
Óregla
Tímarit fyrir íslendinga. Timarit um bókmenntir og menningarmál. Rv. 1962.
Ritstj. Steinar Sigurjónsson.
Steinar Sigurjónsson er höfundur alls efnis í ritinu, en af því
kom aðeins eitt hefti.
Réttur
Tímarit um þjóðfélagsmál. 1,— árg. Ak. og Rv. 1915/16— .
Ritstj. Þórólfur Sigurðsson (1915—25), Einar Olgeirsson (1926—41, 1946— ),
Gunnar Benediktsson (1941—42), Sigurður Guðmundsson (1943—44), Ásgeir
Blöndal Magnússon (1946—61).
Aðalefni ritsins eru gxeinar um þjóðfélagsmál, en alla tíð hefur
það birt skáldskap og bókmenntagreinar. í ,,ritsjá“ hafa birzt
dómar um íslenzkar og erlendar bæltur. Einar Olgeirsson ritaði