Skírnir - 01.01.1976, Side 60
58
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDOTTIR
SKÍRNIR
G. Þorsteinsson 1. verðlaun fyrir sögu sína, Blástör. Oftar var
efnt til samkeppni og birtist mikið af smásögum í ritinu eftir
Guðmund Hagalín, Kristmann Guðmundsson, Jón Dan, Jón
Björnsson, Gunnar Gunnarsson o. fl. Er Sigurður A. Magnússon
varð ritstjóri (1967) varð mikil breyting á Samvinnunni. Tekið
var fyrir eitt aðalumræðuefni í hverju hefti og auk þess birtir
þættir um bókmenntir, leikhúsmál, tónlist, kvikmyndir, vísindi
o. fl. Umræðuefni voru margs konar, þ. á m. var fjallað um líf
og listir, nýja penna, íslenska menning í fortíð, samtíð og fram-
tíð og um bókaútgáfuna. Birtar voru bókmenntagreinar. Sveinn
Skorri Höskuldsson fjallaði um tvíhyggju í skáldskap Gunnars
Gunnarssonar og Kristinn E. Andrésson um kjarnann í verkum
Gunnars, Eysteinn Sigurðsson ritaði um stefnur í bókmennta-
könnun, um marxíska bókmenntakönnun, um skáldsögur Guð-
bergs Bergssonar, um skáldskap Þorsteins frá Hamri og fleiri
gieinar. Mörg skáld birtu þar verk, en einnig birtist mikill fjöldi
ljóða eftir unga höfunda og munu hafa birzt ljóð eftir u. þ. b.
níutíu höfunda í ritinu í ritstjórnartíð Sigurðar A. Magnús-
sonar. Er Gylfi Gröndal tók við ritstjórn var ritinu ætlað að
„verða enn á ný málgagn samvinnuhreyfingarinnar á íslandi",
en engu að síður birtist þar skáldskapur eftir Ólaf Jóh. Sigurðs-
son, Hannes Pétursson, Einar Braga, Sigurð A. Magnússon o. fl.
á árinu 1975.
Með 3. hefti 1974 er prentuð flokkuð skrá yfir efni Samvinn-
unnar í ritstjórnartíð Sigurðar A. Magnússonar.
SciENCE IN ICELAND
Gefið út af Vísindafélagi íslendinga. 1.—2. árg. Rv. 1968—70.
Ritstj. Sturla Friðriksson.
Aðeins komu út tvö hefti af ritinu, hið fyrra í tilefni af hálfrar
aldar afmæli Vísindafélagsins, og var félögum gefinn kostur á
að birta vísindalega grein um hvaða efni sem var. Á sviði bók-
mennta birtist grein á þýzku eftir Peter Hallberg um Gerplu
og grein á ensku eftir Anne Holtsmark um varúlfsminnið í Eglu.
Nokkrar greinar birtust um íslenzka tungu.