Skírnir - 01.01.1976, Side 61
SKÍRNIR
TÍMARIT UM BÓKMENNTIR
59
Skuggsjá
Mánaðarrit til skemmtunar og fróðleiks. 1.—2. árg. Wynyard, Sask. 1916—18.
Ritstj. Ásgeir I. Blöndahl.
Meðal efnis í ritinu var þýðing á kafla úr ferðasögu Vilhjálms
Stefánssonar „My life with the Eskimos", ritgerð um íslenzkan
alþýðukveðskap og töluvert af kvæðum, flest eftir Þorskabít
(Þorbjörn Bjarnarson).
Stefnir
Tímarit um þjóðmál og menningarmál. Útg. Samband ungra sjálfstæðis-
manna. 1,— árg. Rv. 1950— .
Ritið er fyrst og fremst pólitískt málgagn ungra sjálfstæðis-
manna með megináherzlu á stjórnmálum, efnahagsmálum, at-
vinnulífi og öðrum þjóðmálum, en á vissu skeiði var þar tölu-
vert fjallað um bókmenntir og aðrar listgreinar. Fyrstu fjögur
árin birtust þar öðru hverju sögur og ljóð, en 1955—57 voru
ritstjórar Gunnar G. Schram, Matthías Johannessen og Þorsteinn
Thorarensen og birtist þá mikið af skáldskap í ritinu, fjallað
var um myndlist og kvikmynclir, birtir ritdómar, leikdómar,
þýddar greinar um bókmenntir og fjallað var um erlend skáld.
Meðal íslenzkra höfunda voru Þorgeir Sveinbjarnarson, Jóhann
Hjálmarsson, Jökull Jakobsson, Ólafur Jónsson, Jón Dan, Guð-
mundur Steinsson, Oddur Björnsson og jóhannes Helgi. Frá
og með 1958 fengu þjóðmálin aftur yfirhöndina, þótt af og til
birtist ljóð eða saga.
Stíganði
1.-6. árg. Ak. 1943-49.
Ritstj. Bragi Sigurjónsson.
í inngangi segir: „En hugmynd vor, sem að þessu riti stöndum,
er sú, að hér eigi Norðlendingar greiðari aðgang að vettvangi
til að ræða þau mál, sem efst eru á baugi með þjóð vorri og
inerk nrega teljast.“ í Stíganda birtust gieinar um atvinnulíf,
fræðslumál og persónusögu, ferðalýsingar og greinar um fs-