Skírnir - 01.01.1976, Page 62
60
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDÓTTIR
SKÍRNIR
lenzka tungu. Töluvert birtist af ritdómum um frumsamdar og
þýddar bækur og skáldskapur, einkum eftir norðlenzk skáld,
þ. á m. Guðmund Frímann, Heiðrek Guðmundsson og Kristján
frá Djúpalæk.
Stúdentablað
Útg. Stúdentaráð H.í. 1.—43. árg. Rv. 1924—6G.
Tilgangur ritsins var einkum sá, „að gefa þeim, er um slíkt
hirða, sem fjölbreyttasta heildarmynd af andlegu lífi háskóla-
stúdenta". Birtar voru greinar um þjóðmál og menningarmál
og um málefni stúdenta heima og erlendis. Dálítið var birt af
skáldskap og má þar finna verk eftir Hannes Pétursson, Þorstein
Valdimarsson, Sigurð A. Magnússon, Tómas Guðmundsson,
Magnús Ásgeirsson, Geir Kristjánsson, Böðvar Guðmundsson,
Hjört Pálsson o. fl. Nú kemur Stúdentablað ekki í formi tímarits
heldur sem blað.
Stundin
1.-2. árg. Rv. 1940-41.
Ritstj. Sigurður Benediktsson.
Lögð var áherzla á að birta rnikið af myndum, innlendar og
erlendar fréttamyndir og myndir úr samkvæmislífi. Auk þess
hugðist Stundin „flytja smásögur, kvæði og greinar eftir íslenzka
höfunda, bæði þá sem kunnir eru orðnir og hina, sem þjóðin á
eftir að kynnast, því það eru skáld á öðru hverju heimili í þessu
landi“. Dálítið birtist af bókmenntum í Stundinni, Ólafur Jó-
hann Sigurðsson birti þar sögur og ljóð og greinina „Eiga skáld
að lifa?“ Tómas Guðmundsson birti „Ljóð urn unga konu frá
Súdan“ og Hannes Sigfússon, Jón Dan, Steinn Steinarr og Magn-
ús Ásgeirsson áttu þar einnig efni.
SUMARGJÖF
Útg. Bjarni Jónsson frá Vogi og Einar Gunnarsson. 1,—4. árg. Rv. 1905—08.
Efnið var aðallega smásögur og kvæði, en að auki voru prentuð
fáein sönglög og birtar greinar og hugleiðingar um ýmis efni.