Skírnir - 01.01.1976, Page 63
SKÍRNIR
TÍMARIT UM BÓKMENNTIR
61
Meðal höfunda voru auk útgefenda, Þorsteinn Erlingsson,
Hulda, Guðmundur Friðjónsson, Indriði Þorkelsson, Þorgils
gjallandi, Andrés Björnsson og Sigurður á Arnarvatni.
SVAVA
Alþýðlegt mánaðarrit. 1.—6. árg. Gimli, Man. 1895—1904.
Utg. og ritstj. Gísli M. Thompson.
Ritið var safn af sögum, kvæðum og greinum urn ýmis efni.
Stöku sinnum birtust ritdómar. Mikið var birt af kvæðum eftir
Stephan G. Stephansson, en af öðrum höfundum, sem birtu
þar skáldskap, er lielzt að nefna Steingrím Thorsteinsson, Þor-
stein Erlingsson, Guðmund Friðjónsson, Huldu og Jóh. Magnús
Bjarnason.
Syrpa
Útg. Ólafur S. Thorgeirsson. 1.—9. árg. Wpg. 1911/12—22.
Aðalefnið í fyrstu árgöngunum voru þýddar sögur, en síðar var
farið að birta greinar um ýmis efni, þ. á m. ættfræði, og tölu-
vert var birt af „íslenzkum sögnum“. í ritinu birtust margar sög-
ur eftir Jóh. Magnús Bjarnason og var saga hans „í Rauðár-
dalnum“ þar framhaldssaga.
Syrpa
Tímarit um almenn mál. Útg. Jóhanna Knudsen. 1,—3. árg. Rv. 1947—49.
í Syrpu birtust greinar um ýmis málefni. Ekki var birtur skáld-
skapur en töluvert af ritdómum, m. a. eftir Ásgeir Hjartarson
og Símon Jóh. Ágústsson. Björn Sigfússon ritaði í öll lieftin
(13) grein um kveðskap (bragfræði og höfunda) og Halldór Lax-
ness birti greinina „Við Nonni“, endurminningar um Jón
Sveinsson.
Útvarpstíðindi
1.-12. árg. Rv. 1938/39—49.
Ritið var aðallega kynning á dagskrárefni útvarpsins, starfsfólki
og flytjendum, svo og höfundum efnis. Af og til birtist þar ljóð