Skírnir - 01.01.1976, Page 64
62
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDOTTIR
SKÍRNIR
eða saga eftir íslenzkan liöfund og dálítið var birt af þýddum
sögum. Töluvert var birt af gamanmálum, t. d. eftir R. Jóh.
og Egil Jónasson. Lítið eitt var fjallað um bækur. Meðal liöf-
unda, sem birtu efni í Útvarpstíðindum, voru Jón úr Vör, Elías
Mar, Gunnar M. Magnúss, Ingólfur Kristjánsson, Tómas Guð-
mundsson og Jóhannes úr Kötlum.
Stofnandi Útvarpstíðinda og fyrsti ritstjóri var Kristján Frið-
riksson (1938—41).
Útvarpstíðindi
Nýr flokkur. 1. árg., 1,—10. hefti. Rv. 1952.
Ritstj. Jón úr Vör.
Efni þessa rits var mikið til svipað og hins fyrra með sama nafni,
en að auki var ætlunin að gefa bókmenntunum meira rúm. Getið
var nokkurra nýrra bóka og ungra rithöfunda og birt sýnishorn
úr verkum þeirra (útgefnum). Dálítið var um þýddar smásögur,
lítið eitt af frumsömdum, íslenzkum skáldskap, fjallað um út-
hlutun listamannalauna og prentað var útvarpserindi eftir
Bjarna Benediktsson frá Hofteigi „Jökuldalsheiðin og Sjálfstætt
fólk“, þar sem hann staðsetur skáldsögu Laxness.
Guðmundur Sigurðsson og Jóhannes Guðfinnsson keyptu út-
gáfuna af Jóni úr Vör og gáfu út Útvarpstíðindi 1953, en þar
birtust ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og Vilhjálm frá Skáholti.
Vaka
Tímarit um þjóðfélags- og menningarmál. 1.—2. árg. Rv. 1938—39.
Ritstj. Valdimar Jóhannsson.
Meginefni ritsins voru greinar um þjóðfélagsleg málefni. Ekki
var fjallað um bókmenntir, en töluvert birtist af kvæðum, þ. á
m. eftir Jakob Thorarensen, Guðmund Inga Kristjánsson, Jón
Magnússon og Kristján frá Djúpalæk.
Verðanði
Tímarit um þjóðleg efni og alhliða menningarmál. 1,—3. árg. Akr. 1944—45.
1950.
Ritstj. Ólafur B. Björnsson.