Skírnir - 01.01.1976, Page 85
SKÍRNIR
NÝMÆLI
83
Kvæði af þessari gerð voru kveðin á Norðurlöndum á 15. öld
og í upphafi þeirrar 16., og á þýsku og latínu er mikið til af
þeim.38 Mjög algengt er að hugtök séu þar persónugerð eins og
í þessu þýskættaða erindi sem varðveitt er í Svíþjóð frá því
skömmu fyrir siðaskipti:
Justitia ar nu Slagen dödh.
Veritas ligger i Stoor nödh.
Fallatia ár nu född och skapt,
Fides haffuer Striden tapt.SSl
Danskur prestur Michael Nicolai, sem uppi var um aldamótin
1500, yrkir ádeilu á aðalsmenn sem í félagslegu tilliti er róttæk-
ari en ádeila Skáld-Sveins þótt mikið skorti á málsnilld og orð-
kynngi þess síðar nefnda:
Vand og Mark och grpnne Skove
cfter Eders Vilje de altid laa(ve),
I sagde det var Eders Ærve.
Eders Underdane gjorde I Tvang og N0d,
som med sin Svend avlede Eders Br0d,
dem lode I saa fordærve.
I toge fra dem baade Okse og Ko,
hvad som de havde i deres Bo,
som de skulde dem af fpde.
Deres Ager og Eng lod I forhære,
Eders Heste skulde deres Korn fortære
af Eder taalte de slig M0de!
Mikjáll þessi orti reyndar líka kvæði um raunir ellinnar
eins og Jón Hallsson.40
Helgikvæði eru líklega sú kveðskapargrein frá miðöld þar
sem mest er um góðan skáldskap þótt yrkisefnin séu flest fjar-
læg okkar tímum. Bragfræðilega má skipta þeim í tvo flokka:
þau sem ort eru undir fornum dróttkvæðum háttum, einkum
hrynhendum, og þau sem ort eru undir innfluttum, sönghæfum
háttum með endarími. Helgikvæði úr fyrri flokknum eru þó,
allt frá Lilju, í flestu frábrugðin fornum dróttkvæðum, stíllinn
einfaldari og um leið sveigjanlegri, málið auðskilið og innilegt.
Stílmunur á flokkunum tveimur er ekki mikill þótt kenningar