Skírnir - 01.01.1976, Page 90
KRISTJÁN ALBERTSSON
Egill Skallagrímsson í Jórvík
En elskir að auð
voru Úlfsniðjar forðuni.
Einar Benediktsson
1
Egill Skallagrímsson hafði fyrrum verið eflefu ár í útlöndum,
en síðan unað um kyrrt á ættaróðalinu Borg fram undir áratug,
þegar hann einn vetur gerðist „ókátr, ok var því meiri ógleði
hans, er meir leið á vetrinn". Vafalítið hefur þá á tímum, ekki
síður en nú, margur sem mundi sólrík sumur í hlýrri löndum
kennt óyndis á löngum drungalegum vetrum norður hér — þótt
lítt væri við lieimamenn talað um hvað að amaði, enda orðið
útþrd enn ekki til í málinu. En Egils saga segir að Gunnhildur
drottning, kona Eiríks blóðaxar Noregskonungs, hafi látið seið
efla „ok lét þat seiða, at Egill Skallagrímsson skyldi aldrei ró
bíða á íslandi, fyrr en hún sæi hann“. Egill hafði í Noregi átt
í meira lagi sökótt við þau konungshjón og Eiríkur gert hann
„ritlaga fyrir endilangan Noreg ok dræpan hverjum manni“.
Egill, sem vart þóttist drottningu síðri um magnaða fjölkynngi,
hafði reist konungi níðstöng og heitið á landvætti að reka hann
og Gunnhildi úr landi.
Egill ræður af að fara utan að sumri, og auðvitað ekki tif
Noregs. Hann siglir til Englands og kveðst vilja hitta Aðalstein
konung og vitja fornra vinmála við hann. Hann hreppir hvass-
viðri mikið fyrir Englandsströndum og brýtur skip sitt í Humru
rnynni, norðan ár, í Norðimbralandi, en menn aflir bjargast.
Hér fær hann þær fréttir að Eiríkur blóðöx hafi hrökklast burt
úr Noregi, eftir að Hákon bróðir hans hefði gert tilkall til ríkis
og haft betur — og hafi Englandskonungur nú sett hann yfir
Norðimbraland til að verja það gegn ásælni Skota og íra. En