Skírnir - 01.01.1976, Page 94
92 KRISTJÁN ALBERTSSON SKÍRNIR
Ólsen telur líka annað af erindum Höfuðlausnar taka af öll
tvímæli um hvaðan skáldið hafi komið með kvæði sitt:
frétt’s austr of mar
Eiríks of far.
Ólsen segir: „Hvernig gat Egill sagt þetta, nema hann hefði
komið til Englands frá Noregi? Orðin væru beinlínis hlægileg
í munni hans, ef svo væri ekki.“ Ólsen segir að líka myndi koma
í bága við söguna „ef skáldið hér segði, að fregnin um afreks-
verk Eiríks á Englandi hefði borizt til íslands, þar sem sagan
segir sjálf, að engin frétt hafi gengið til íslands ttm síðustu tvö
ár. Orð skáldsins geta því ekki þýtt annað en að fregnin um
afreksverk Eiríks fyrir vestan haf hafi borizt til Noregs, því að
þangað var einmitt kallað „austr of haf“ frá Englandi."
Hér virðist Ólsen steingleyma því að bæði Arinbjörn og Egill
vilja að konungur haldi, að skáldið sé komið á fund hans gagn-
gert til að leita sátta við hann. „Ek fylgi hingat þeim manni,
er kominn er um langan veg at sækja yðr heim ok sættask við
yðr,“ segir Arinbjörn þegar hann leiðir Egil fyrir konung. En
þá læst Egill hafa vitað hvar konungur var niðurkominn — og
því gat hann þá ekki líka þóst hafa haft fregnir af afreksverk-
um hans, og eins af hinu, að þau væru rómuð í Noregi? Eg fæ
með engu móti séð að hlægilegt sé að skáldið geti þess sérstak-
lega í kvæði sínu — enda þótt hann komi frá Islandi. Mundi
ekki Eiríki þykja ólíkt betra að heyra að frægð hans hafi spurst
til Noregs — en til íslands? Hefði ekki fremur verið hlægilegt
að ætla að gleðja landflótta Noregskonung með því að kunnugt
væri um afrek hans á íslandi? Gat ekki næsta litlu skipt, hvað
þangað spyrðist?
Loks telur Ólsen að á Höfuðlausn sjáist að Egill hafi „haft
kvæðið tilbúið, þegar hann kom til Englands". Þar segi að hann
hafi „hlaðið mærðar hlut hugknarrar skut“ og borið „Óðins
mjöð á Engla bjöð“ — með öðrum orðum haft með sér kvæðið
þegar hann sté á land á Englandi. „Höfuðlausn er eftir þessu
ort í Noregi, en ekki í loftherberginu hjá Arinbirni," segir Ólsen.
En er þá alveg öruggt að Egill liaggi hvergi staðreyndum í
kvæði sem þessu — sem heita má að sé tóm óheilindi frá upphafi