Skírnir - 01.01.1976, Page 95
SKÍRNIR EGILL SKALLAGRÍMSSON í JORVÍK 93
til enda, því ekki var skáldið neinn aðdáandi Eiríks blóðaxar?
Það er rétt að hann lætur skína í að hann hafi ort drápu sína
áður en hann lét í haf. Er samt engin ástæða til að rengja að
svo hafi verið — og trúa fremur því sem sagan segir um tilorðn-
ingu kvæðisins? Gat Agli hafa dulist að Eiríki mundi þykja
meiri sæmd í því að skáldið hefði ort drápu sína fjarri honum
og af frjálsri hvöt — fremur en að hann hefði flaustrað henni
af á einni nóttu eftir að hann komst í klípu og vildi með þessu
móti reyna að bjarga lífi sínu?
4
Enn vitnar Ólsen til þess sem Egill yrkir löngu síðar um Jór-
víkurför sína í Arinbjarnarkviðu:
Hafðak endr
Ynglings burar,
riks konungs,
reiði fengna;
drók djarfhött
of dökkva skör,
létk hersi
heim of sóttan.
Ólsen skrifar: „Hér segir skáldið því með berurn orðum, að
hann hafi forðum (,,endr“) fengið reiði konungs, og því liafi
hann hert upp hugann og lagt á stað í hættulega ferð og heim-
sótt Arinbjörn í Jórvík.“ Við orðið „því“ er vísað til neðan-
málsgreinar, en þar segir: „Þetta orð (,,því“) stendur að vísu ekki
í vísunni, en hún væri lokleysa, ef ekki væri neitt orsakasam-
band milli fyrri og síðari helmingsins." Ólsen heldur áfram:
„Egill segir þannig beinlínis í Arinbjarnarkviðu, að hann liafi
farið þessa ferð, af því að Eiríkur konungttr var honum reiður,
eða, með öðrum orðum, til að koma sér í sátt við hann.“
Nei — Egill segir ekkert slíkt hvorki beinlínis né óbeinlínis.
Hann segir aðeins: Konungur var mér reiður — það var dirfska
af mér að reyna að ná fundi hans. Það nær engri átt og er —
með allri virðingu fyrir hinu mikla nafni Björns M. Ólsens —
furðulegt blaður að halda því fram að Egill segi í vísu sinni að
hann hafi farið til Jórvíkur af þvi að konungur hafi verið sér