Skírnir - 01.01.1976, Page 99
SKÍRNIR EGILL SKALLAGRÍMSSON í JÓRVÍK 97
mesta meistaraverk í sagnagerð heims hafi enga hugmynd gert
sér um sannar hvatir Egils til ofdirfskumesta stórræðis á ævi
hans — eða brostið listfengi til að koma fyrir í sögunni skiln-
ingi sínum á þeim atburði?
Hér verður sem oftar í sögum vorum að hyggja vel að öllum
atriðum frásagnar, líka þeim sem lítið láta yfir sér. Hinir fornu
sagnamenn kunnu flestum fremur að gefa í skyn, með óbeinu
hófsömu móti, það sem ekki þótti fara vel á að segja berum
orðum. Það er þetta einkenni fornrar frásagnarlistar sem Hall-
vard Lie hefur í liuga þegar hann segir um sögurnar, að „dybere
historiske sannheter ofte kan skimtes frem nettop i de episk
minst páaktede trekk“.
Egill hafði að sjálfsögðu farið að heiman vel birgur að fé og
að verðmætum varningi sem liann gæti komið í peninga þegar
til Englands kæmi. Þrír tugir manna voru á skipi hans, segir
sagan, svo mikils liefur þurft við, hvað sem liði væntanlegri gest-
risni fornvina. Sagan segir að „mestur hluti fjár“, annað en
skipið, hafi bjargast þegar siglt hafði verið til brots.
Einn var sá þáttur í fari Egils sem sagan hvað eftir annað
bregður á livössu Ijósi — hve hann var fégjarn, féelskur, fésár.
Þarf í rauninni meir að segja en að farmurinn hafi bjargast
upp á ströndina, til að lesandinn skilji hvers kyns er þegar Egill
stofnar lífi sínu í hættu, ríður samstundis upp til Jórvíkur?
Áræði féelskra manna eru oft lítil takmörk sett þegar miklir
fjármunir eru í húfi eða til þeirra að vinna, og því síður sem
skapið er meira eða þeir kunna síður neitt að hræðast — hvað
þá ef þeir eru hamrammir sem Egill var, gjarnir á að ærast
þegar harðast blæs á móti og í óefni er komið.
En svo að tryggt sé að rétt skiljist, lýkur frásögn af dirfskuför
Egils og skiptum hans við Eirík konung með að láta þess getið,
að eftir sáttina hafi förunautar og skipverjar Egils haft „þar
(í ríki Eiríks) frið góðan ok vörðu varningi sínum í trausti Arin-
bjarnar“. Eins þykir rétt að fram komi að þeir hafi þurft tals-
verðan tíma til að ljúka þeim viðskiptum. Það var ekki fyrr en
„er á leið vetrinn“ að þeir fluttust „suðr til Englands ok fóru á
fund Egils,“ sem þangað var áður kominn.
Jórvíkurför er mikilfenglegasti og glæfralegasti atburður Egils