Skírnir - 01.01.1976, Page 102
100
ÞÓRIR ÓLAFSSON
SKÍRNIR
sínum að móttakanda boðanna, lesandanum. Upplýsingaöflun
um lesendur hefur einkum beinst að eftirfarandi spurningum:
1. Hvað lesa menn, hve oft og hve mikið?
2. Hvernig mótast lestrarvenjur og hvert er hlutverk lestrar
fyrir hina ýmsu og ólíku lesendur?
3. Hvernig upplifa ólíkir einstaklingar hinar ýmsu gerðir les-
efnis og hver eru áhrif þess á skoðanir og viðhorf þeirra?1
Allmargar kannanir á einhverjum þessara þátta hafa verið
gerðar á síðustu áratugum. Hafa t. d. danir, norðmenn og svíar
yfir að ráða slíkri vitneskju um lestrarvenjur í löndum sínum.
Má í því sambandi nefna könnun, sem hófst í Noregi árið 1971.
Könnun þessa skipulagði 0ystein Noreng og verður talsvert
vitnað til hennar síðar. Kannaðar voru lestrarvenjur um 1200
norðmanna sem orðnir voru 15 ára og eldri. Var því hægt að bera
saman lestrarvenjur út frá ýmsum félagslegum breytum, svo
sem aldri, kyni, menntun og búsetu. Úrtakið var svonefnt
slembi-úrtak allrar þjóðarinnar.
Sú könnun sem liér verður kynnt er hluti af B.A.-verkefni,
sem unnið var við Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum
við Háskóla íslands 1974—1975. Könnunin var gerð af einum
rnanni, og þar sem um viðtalskönnun var að ræða er úrtakið lítið
eða 50 manns. Óhugsandi er að svo lítið úrtak taki til þjóðar-
innar allrar með sama hætti og úrtak Norengs. Ef upplýsingar
um lítið úrtak eiga að segja eitthvað verður að velja úrtakið
þannig að ályktunarmöguleikar verði sem mestir.
Sú aðferð sem valin var til þess að tryggja það að upplýsingar
um úrtakið hefðu eitthvert ályktunargildi var að fækka þeim
breytum, sem notaðar yrðu til ályktunar. Er þetta þannig liugsað
að sem flestar breytur einkenni einstaklingana í svipuðum mæli,
að einni breytu undanskilinni, sem einkenni þá í mjög misjöfn-
um mæli. Mismunur einstaklinganna er þá skýrastur livað varðar
þessa einu breytu. Hvaða breyta er valin veltur á því hvers eðlis
könnunin er. Þar sem þessi könnun á að vera bókmenntafræði-
legs eðlis liggur beinast við að velja breytu, sem ætla má að
ráði einhverju um bókmenntalegt atferli einstaklinganna.
Menntun er sú breyta, sem talið er að móti lestrarvenjur
manna mest, bæði það hversu mikið rnenn lesa svo og hvað