Skírnir - 01.01.1976, Síða 103
SKÍRNIR
BÓKLESTUR OG MENNTUN
101
menn lesa. Nám eykur upplýsingaþörf. Það er boðskiptaferli,
miðlun upplýsinga, sem örvar áhuga og vekur þörf fyrir meiri
upplýsingar bæði utan ramma hins afmarkaða náms og eftir
að námi lýkur. Nám getur haft bein áhrif á viðhorf til bóka
almennt. Nemendur eru að meira eða minna leyti að starfa
með bækur og tengsl þeirra við bækur verða meiri eftir því sem
námið er lengra. Auk þessara mekanisku áhrifa á námið sinn
þátt í því að móta val einstaklinganna á bókmenntum og upp-
lifun þess sem þeir lesa.2 Flestir, sem stunda langt nám, hafa
einhvern tíma notið bókmenntakennslu. Vegna þessa þótti mér
ekki úr vegi að athuga hvort greinilegur munur væri á því hvern-
ig íslendingar með ólíkan menntunarlegan bakgrunn fullnægja
lesþörfum sínum. Til þess að kanna þetta atriði var úrtakið
grundvallað á þeim aðferðafræðilegu forsendum sem raktar
voru hér að framan og ákveðið að velja tvo hópa, sem hefðu
mjög mislanga skólagöngu að baki en önnur ytri félagsleg ein-
kenni væru svipuð, s. s. sami aldur, sama kyn og sama búseta.
Endanleg ákvörðun varð sú að rætt skyldi við konur búsettar
í Reykjavík, fæddar á árunum 1940—1945. Skyldu allar konurnar
stunda starf utan heimilis. Helmingur þeirra, sem talað skyldi
við, hefði langa skólagöngu að baki, hinn helmingurinn stutta.
Helsta vandkvæðið við að velja úrtakið var það að engar skrár
eru til þar sem bæði er hægt að fá upplýsingar um menntun
konunnar og hvort hún starfar utan heimilis eða ekki. Var þá
ákveðið að velja hópana úr skrám starfsmannafélaga, annars
vegar félags, sem hefði innan sinna vébanda sérhæfða starfs-
krafta, langskólagengna, og hins vegar félags, þar sem menntun
er ekki skilyrði fyrir inngöngu. Beint lá við að Bandalag háskóla-
manna (BHM) yrði fulltrúi fyrir félag með langskólagengna
starfskrafta. Voru því valin nöfn 25 kvenna úr skrám B.H.M.,
sem fæddar voru árin 1940—1945 og bjuggu í Reykjavík. Voru
þessar 25 konur því sem næst allar konur í B.H.M. fæddar
þessi ár.
Starfsstúlknafélagið Sókn varð fyrir valinu sem starfsmanna-
félag, sem ekki hefði sérliæft fólk innan sinna vébanda. í Sókn
eru ófaglærðar konur, sem stunda störf á sjúkraliúsum og líkum
stofnunum, einnig starfsstúlkur á barnaheimilum, sem ekki eru