Skírnir - 01.01.1976, Page 105
SKÍRNIR
BÓKLESTUR OG MENNTUN
103
Af þessari töflu má ráða að mun erfiðara var að hafa upp á
Sóknarkonunum, heimilisföng margra þeirra voru breytt, auk
þess sem 4 bjuggu ekki lengur í Reykjavík, og 2, sem skráðar
voru með heimilisfang þar, fundust hvorki þar — né á manntali
í Reykjavík. Var því bætt við 5 nöfnum frá Sókn til þess að 22
viðtöl næðust.
Þrjár konur neituðu að svara, 2 frá Sókn og 1 frá B.H.M.
Önnur Sóknarkonan sagðist bara ekki vilja svara þessu, án frek-
ari ástæðna, hin kvaðst hafa hent bréfinu, því hún fengi svona
bréf vikulega. Er ég spurði frá hverjum þessi bréf væru, enda
nokkuð forvitinn um svo gróskumikla könnunarstarfsemi í
Reykjavík, svaraði hún því til að hún vissi það ekki, hún væri
bara alltaf í einhverju úrtaki.
Konan frá B.H.M. sagðist ekki gefa neinar upplýsingar um
sitt einkalíf, og breytti þar engu þótt könnunin væri um bók-
lestur, sín einkamál vildi hún eiga sjálf. Að öðru leyti voru
viðtökur mjög góðar.
2. Störf innan og utan heimilis
Alls voru 20 Sóknarkvennanna giftar og áttu börn, en 18
B.H.M.-kvennanna voru giftar og áttu 16 þeirra börn.
Fjöldi barna Fjöldi kvenna
Sókn B.H.M.
0...................... 2 6
1 2 6
2...................... 8 8
3 ........................ 7 2
4 ....................... 3 0
Fjöldi barna alls .............. 51 28
Fjöldi kvenna sem á börn . . 20 16
Meðalbarnafjöldi .............. 2.5 1.7
Þarna er um mjög skýran mun að ræða á hópunum. Sóknar-
konurnar eiga mun fleiri börn, og er munurinn svo áberandi
að hann á sér líklega einhverjar skýringar í ólíkum félagslegum
viðhorfum og stöðu þessara tveggja hópa. Sóknarkonurnar verða
að líkindum að helga heimilinu meira af starfskröftum sínum
en B.H.M.-konurnar, þar sem þær eiga yfirleitt fleiri börn, en