Skírnir - 01.01.1976, Page 109
SKÍRNIR
BÓKLESTUR OG MENNTUN
107
Nám og námskeið ........ 3 5
Leikhús................... 1 3
Tónlist .................. 1 5
Sýningar ................. 0 2
Athyglisverðast er við þennan lista að 12 B.H.M.-kvennanna
nefna bóklestur en aðeins 3 Sóknarkvennanna. Má at því ráða að
bóklestur höfði frekar til B.H.M.-kvenna í frístundum þeirra en
Sóknarkvenna. Bóklestur kemur fljótt í hug, þegar rætt er urn
frístundaiðju. Bóklestur virðist þjóna talsvert öðru hlutverki
fyrir B.H.M.-konurnar en fyrir Sóknarkonurnar eins og vikið
mun að síðar.
Annað eftirtektarvert atriði er hve fáar konur segjast horfa
á sjónvarp eða hlusta á útvarp í frístundum sínum. Virðist mega
ætla að flestar telji þær það lið í daglegum lífsvenjum en ekki
frístundavenju, enda virtist mér að margar kvennanna álitu að
ég væri að leita eftir meiriháttar hobbíum þegar ég spurði um
tómstundaiðju.
Þriðja atriði sem vert væri að gefa gaum, og virðist benda til
þess sem áður hefur verið vikið að og gæti staðfest mismunandi
hugmyndir hópanna um stöðu kvenna, er hve margar Sóknar-
kvennanna nefna handavinnu sem frístundaiðju. Flestar Sókn-
arkonurnar nefna handavinnu, alls 9. Hins vegar nefna aðeins
2 B.H.M.-kvennanna handavinnu, en flestar bóklestur, útilíf og
ferðalög.
Fjórða atriðið, sem kom fram í svörunum við þessari spurn-
ingu, þótt ekki komi það frarn á listanum, er að alls nefndu 7
B.H.M.-kvennanna það á einhvern hátt, að þær væru að fást við
starf, sem þær hefðu áhuga á, eyddu jafnvel hluta af eiginlegum
frístundum í starfið. Ein sagði: „Áhugamálin snúast svo mikiðum
starfið“, önnur „Ég vinn úti vegna þess að það er mitt áhuga-
mál“, sú þriðja „Erfitt er að greina á milli frístunda og vinnu“,
og fleira í þessum dúr. Flestar þessar konur stunda störf í tengsl-
um við það nám, er þær hafa lagt fyrir sig, og hafi námsval
þeirra ráðist af áhuga er ekki erfitt að írnynda sér að áhuginn
yfirfærist á starfið að námi loknu.
Einungis ein Sóknarkvenna lét orð falla í þessa átt, hún sagð-
ist hafa mikinn áhuga á því starfi, sem lnin stundaði, enda væri