Skírnir - 01.01.1976, Side 118
116
ÞÓRIR ÓLAFSSON
SKÍRNIR
Auk þessa virtist mér um greinilegan mun að ræða á því
á hvern hátt hóparnir ræddu um það, sem þeir hefðu lesið.
Nokkuð dæmigert svar fyrir Sóknarkonurnar var svar, sem ein
þeirra gaf við spurningunni um það hvort hún ræddi það, sem
hún læsi: „Já, ég tala stundum við eina vinkonu mína í síma
um það, sem við erum að lesa.“
Svör B.H.M.-kvennanna voru líkari því, sem ein þeirra gaf
við sömu spurningu: „Flestir mínir kunningjar hafa gaman af að
ræða um bækur, og verða oft mjög fjörugar umræður er þeir
hittast."
Mér virtist umræðan hjá Sóknarkonunum vera mun bundn-
ari við fáa einstaklinga, en hjá B.H.M.-konunum flestum nær
hún til allstórs lióps vina og vinnufélaga.
Talsverður munur virtist einnig á því um hvað lióparnir
ræddu í sambandi við lesefnið, á hvern hátt bókin er notuð
sem umræðuefni. B.H.M.-konurnar 19, sem sögðust ræða um
bækur, lýstu umræðunni á efnislega mjög líkan hátt, sögðu að
umræðan snerist að mestu um túlkun hvers og eins á því, sem
hann liefði lesið og skoðanaskipti í sambandi við mismunandi
túlkun og skilning.
Fjórar Sóknarkvenna, sem sögðust ræða um bækur, gáfu efnis-
lega lík svör þeim, er mest einkennandi voru fyrir B.H.M.-kon-
urnar. 4 sögðu að umræðan einkenndist mest af því að skiptast
á upplýsingum um bækur, sem þær hefðu lesið, benda á ein-
stakar bækur og fá upplýsingar um aðrar. 3 gáfu hins vegar all-
athyglisverð svör. Þær sögðu að mest væri rætt um það hvernig
sögurnar hefðu farið og hvernig þær vildu að þær hefðu farið,
hvað í atburðarásinni hefði að þeirra dómi mátt fara öðru vísi.
Virðist beint að ætla að umræðan eigi rætur að rekja til dæmi-
gerðra afþreyingarskáldsagna, þar sem ytri athafnir og örlög
sögupersóna eru meginuppistaðan, þar sem sagan ræðst af því
hvernig einstökum atvikum og persónum er teflt fram, atburða-
rásin verður í skýru samhengi við stöðuna á borðinu. Að lokn-
um lestri vekur sagan svo helst þær spurningar hvort höfundur
hafi gert rétt í því að láta þennan deyja og hinn giftast heima-
sætunni og þann þriðja pipra.
Niðurstöður allra spurninganna ganga í þá átt að staðfesta