Skírnir - 01.01.1976, Page 122
120
ÞÓRIR ÓLAFSSON
SKÍRNIR
Lestur Sókn B.H.M.
Titlar lesnir alls ............... 37 28
Fjöldi lesinna eintaka ........... 67 74
Hafa lesið eða hafa áhuga
á titlum alls .................. 48 37
Við hve marga titla merktu
7 konur eða fleiri ........... 4 9
Ef teknar eru saman þær bækur, sem konurnar hafa lesið og
þær sem þær segjast hafa áhuga á að lesa, staðfestir það liið
sama. Sóknarkonurnar hafa lesið eða hafa áhuga á að lesa alls
48 titla af listanum en B.H.M.-konurnar 37 titla. Þannig eru
það aðeins 7 titlar sem Sóknarkonurnar hafa ekki áhuga á en
18 titlar sem B.H.M.-konurnar hafa ekki áhuga á. Einnig kemur
hið sama fram ef athugað er við hve marga titla 7 konur eða
fleiri hafa merkt. Við 7 titla eða fleiri höfðu 4 Sóknarkonur
merkt, en við 7 titla eða fleiri höfðu 9 B.H.M.-konur merkt.
Allfróðlegt er að virða fyrir sér hvernig hóparnir raða sér
niður á listann. T. d. það, að 6 B.H.M.-konur hafa lesið eða hafa
áhuga á að lesa „Króksa og Skerði“ eftir Cervantes en engin
Sóknarkona, þær virðast alls ekki kannast við Cervantes eða
hafa engan áhuga á honum. Svipað er með „Umrenninga“ eftir
Hamsun, 10 B.H.M.-konur merkja við þá, en aðeins 3 Sóknar-
konur. 10 B.H.M.-konur merkja við Guðberg Bergsson, en 3
Sóknarkonur. 11 háskólakvennanna merkja við „Rauðamyrk-
ur“ Hannesar Péturssonar, en aðeins 2 Sóknarkonur. Hins vegar
merkja 7 Sóknarkonur við „Dularfullu stúlkuna“ eftir Row-
land en engin B.H.M.-kona. 7 Sóknarkonur merkja við „Gam-
all maður og gangastúlka“ eftir Jón Isfeld, en 2 B.H.M.-konur,
og 4 Sóknarkonur merkja við „Æðisgenginn flótta“ og ,,Á valdi
flóttans", en engin B.H.M.-kvennanna.
Sú bók sem flestar B.H.M.-konurnar hafa lesið eða liafa áhuga
á að lesa er „Truntusól“ eftir Sigurð Guðjónsson, alls merktu
15 þeirra við hana en 5 Sóknarkvenna. Sú bók sem flestar Sókn-
arkonur merkja við er „Ráðskona óskast í sveit“ eftir Snjólaugu
Bragadóttur, þar snýst dæmið við, 15 Sóknarkonur merkja við
hana en 5 B.H.M.-konur.
Þessar tvær bækur eru líklega dæmigerðar fyrir þann mun,