Skírnir - 01.01.1976, Page 123
SKLRNIR
BÓKLESTUR OG MENNTUN
121
sem er á bókmenntasmekk þessara tveggja hópa. „Truntusól“
er í senn lýsing á sálrænum erfiðleikum höfundar og gagnrýni
á íslenska nútíma samfélagshætti. „Ráðskona óskast í sveit“ er
hins vegar dæmigerð afþreyingarskáldsaga, atburðarásin ljós og
spennandi eða eins og ein Sóknarkonan sagði um hana: „Spenn-
andi saga, sem oft gæti gerst.“
í bók sinni „Kulturoppfatning og samfundsutvikling“ getur
Sigurd Skirbekk þess að í könnun, sem gerð var í Noregi, hafi
mátt finna skýran mun á því á hvern hátt menn upplifðu það,
sem þeir læsu. Menntafólkið hefði fengið þjálfun í því í skól-
anum að skilja og tileinka sér bókmenntir á ákveðinn liátt. Það
leitar að þáttum eins og stíl, persónusköpun og umhverfislýsing-
um höfundar og túlkar bókina í þröngu samhengi þessara og
annarra meginþátta verksins.
Fólk með litla skólagöngu að baki hefur ekki fengið sömu
þjálfun í því að melta efnið og tengir það fremur lífinu í kring-
um sig og reynir að sjá það í svipuðu samhengi og hið daglega
líf birtist því.10
Til þess að kanna hvort nema mætti slíkan mun á þessum
tveimur hópum var áttunda spurningin samin. Þar voru kon-
urnar beðnar að nefna 2 mjög góðar skáldsögur, sem þær hefðu
lesið, og segja hvað þeim þætti gott við hvora um sig.
Til þess að ályktanir af slíku geti talist fullkomlega gildar þarf
auðvitað mun nánari athugunar við en gerð var í þessu tilviki.
Þó virtust hugmyndir Skirbekks fá allgóðan stuðning af þeim
svörurn, er fengust. B.H.M.-konurnar notuðu flestar líka frasa
og tíðkast í opinberri bókmenntaumræðu þegar þær lýstu ágæti
þeirra bóka, er þær töldu upp. Þær töluðu margar um stíl og
efnismeðferð. Sóknarkonurnar gáfu hins vegar sögunum víðari
einkunnir, að sagan væri skemmtileg eða spennandi, söguþráður
sem heild var þeim hugstæðari.
Nokkuð gott dæmi um það mismunandi samhengi, sem Skir-
bekk telur að fólk með ólíkan félagslegan og menntunarlegan
bakgrunn setji það efni upp í, er það les, voru svör, sem tvær
kvennanna gáfu við því livað þeim þætti gott við skáldsöguna
„Sölku Völku“. B.H.M.-konan sagði: „Persónulýsingin í „Sölku
Völku“ er mjög góð og minnisstæð, einnig eru aðrar persónur